Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 23

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 23
Framíífí f§leEiisM.rar meEHff&ÍEiigsir í VesttsrHeimi Eftir prófessor Sigurð Nordal I. Enginn íslendingur, sem nokkuð hugsar út yfir básinn sinn, ætti að geta látið sig þjóðræknisbaráttu landa sinna í Vesturheimi litlu skifta. Ef þeir týna þjóðerni sínu með öllu, gleyma uppruna sínum og glata ræktarhug sínum til íslands, verður þjóð vor minni og fátækari en hún er nú. Stærri og umkomu- meiri þjóðir en vér erum reyna á margvíslegan hátt að treysta sam- bandið við landa sína í öðrum heims- álfum og glæða vitund þeirra um uppruna sinn og eðlistengsl við heimaland og heimaþjóð. Eg efast heldur ekki um, að íslendingar hugsi í raun og veru meira til landa vestra en þeir sýna í orðum og verkum. Landinn er dulur og nokkuð tóm- látur, ef ekki er hnippt í hann, en þó er hann frændrækinn að eðlis- fari. En viðkvæmastan streng hlýt- ur þetta mál að snerta hjá þeim mönnum, sem hafa átt því láni að fagna að sækja íslendinga vestan hafs heim, því að sjón er jafnan sögu ríkari. Að minsta kosti get eg sagt það um sjálfan mig, að kynni mín af löndum í Vesturheimi eru eitt af þeim æfintýrum lífsins, sem eg sízt vildi án vera að hafa i'eynt, og þá einkum vikudvöl mín í Winnipeg. Það er furðulegur hlutur að stíga að kvöldi til upp í járnbrautarlest í Toronto, þjóta hvíldarlaust áfram í hálfan annan sólarhring út í fjarskann, finnast maður aldrei hafa verið í eins gjör- framandi landi og standa svo allt í einu annan morguninn á stöðvar- stéttinni í Winnipeg, umkringdur af hóp af íslendingum, vinum og frænd- um, sem maður flesta hefir aldrei séð áður, en fagna manni eins og sonur væri að koma til föðurhúsa eftir langar fjarvistir. Mér er alúð íslendinganna í Winnipeg minnis- stæðust af öllu og hugsa til hennar með mestu þakklæti, ekki einungis fyrir mína hönd, heldur af því að hún færði mér bezt heim sanninn um þann hug, sem þarna er til íslands borinn. Margs annars væri að minn- ast frá þessum, dögum, þegar eg stundum gat gleymt því, að eg væri ekki staddur í íslenzkum bæ, — í íslenzkri heimsálfu, ef eg ætlaði að fara að segja ferðasögu. En hana hefi eg ekki tíma til að skrifa fyrr en eg er orðinn gamall og aflóga. Eg minnist aðeins á þetta til þess að skýra, hversu sár sú t.ilhugsun hlýt- ur að vera mér og öllum þeim, sem eitthvað svipað hafa reynt, ef af- komendur þessara vina og frænda hyrfu eins og dropi í hafið og ís- lendingur kæmi á þessar stöðvar eftir fáeina mannsaldra, en þar væri kominn “nýr konungur, sem engin deili vissi á Jósef”, — enginn “landi” væri þar framar finnanlegur, sem vildi rétta honum bróðurhönd. En þetta er tilfinningahjal og á heldur ekki að vera nein röksemda- færsla. Mér er það fyllilega ljóst, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.