Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 34
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ingu víkingaaldarinnar, og bygging
íslands var einn þáttur í víkinga-
ferðunum. Þeir áttu sömu takmörk
og sömu lífsskilyrði og frændur
þeirra, sem settust að í Danalögum
á Englandi og Normandíi í Frakk-
landi, gerðust helztu leiðtogar og
forvígismenn hinnar ensku þjóðar
og “meitluðu sinn svip í ásýnd
heimsins”. Hinir íslenzku land-
námsmenn gerðust að vísu ekki yfir-
stétt með annari þ.ióð, eins og Nor-
mannar. En þeir hugðust að lifa
stórbrotnu og frjálsu lífi í hinu víða
og ónumda landi. Þeir þurftu ekki
að mynda herflokka til þess að berj-
ast til lands og ríkis. Hver land-
námsmaður var skipstjóri og skips-
eigandi, tók sér land upp á eigin
spýtur og var fyrst framan af sem
konungur í því litla ríki. En íslend-
ingar sýndu brátt, að þeir áttu
skipulagshæfileika engu síður en
aðrir frændur þeirra. Þeir stofn-
uðu lýðveldi með frjálsu samkomu-
lagi, þar sem komið var á lögum
og rétti, án þess að ganga meir á
sjálfræði einstaklingsins en komist
varð af með. Þó að menn finni nú
ýmsa galla á þessu forna stjórn-
skipulagi, einkum skort þess á fram-
kvæmdavaldi og lögregluvaldi, má
ekki gleyma því, að hið íslenzka
lýðveldi stóð með fullum blóma í
300 ár og reyndist umgerð um mik-
ilvægt menningarstarf og fágætan
einstaklingsþroska. í hinu íslenzka
þjóðveldi var ekki einungis tryggt
sjálfræði höfðingjanna, sjálfstæði
goðorðanna. Allir frjálsir ménn
voru að lögum, jafnir, skyldu bættir
sömu manngjöldum og voru sjálf-
ráðir að því, hverjum höfðingja þeir
vildu fylgja. Þó að goðorðin gengju
að erfðum, var ríki goðans undir því
komið, hversu fengsæll og fastheld-
ur hann var á þingmenn sína. Það
var einskonar kosningaréttur allra
frjálsra manna. Goðarnir urðu sí-
fellt að berjast fyrir fylgi sínu, en
það efldi skörungsskap þeirra. Þeir
gátu því aðeins vænzt fylgis þing-
manna sinna, að þeir vernduðu þá
og nytu virðingar þeirra. Goðorð
var vald, en ekki fé, manngildi og
höfðingsskapur goðans var honum
meira virði en auður. Erfðir og ætt-
göfgi komu honum því að eyis að
haldi, að hann væri sjálfur samboð-
inn stöðu sinni.
Samhliða því sem íslendingar á
þjóðveldistímunum lifðu stórbrotnu
lífi heima fyrir, þó að hin ytri lífs-
kjör væru óbrotin, fullnægðu þeir
útþrá sinni, sem var arfur þeirra
frá víkingaöldinni, með tíðum utan-
förum. Allir ungir höfðingjasynir
fóru utan, sem kaupmenn, víkingar,
skáld, hirðmenn, landkönnuðir. —
Leiðir þeirra lágu víða, til Garða-
ríkis, Miklagarðs og Jórsalalands í
austri, allt til Vínlands í vestri. —
Heimurinn var opinn, þó að þeir
sjálfir heima fyrir væru “frjálsir af
ágangi konunga og illræðismanna”.
Landið var þeim eins og örugg borg,
þar sem auðvelt var til útrása, en
engin hætta af árásum. Með þess-
um hætti þroskaðist íslenzk menn-
ing, sérstæð og frumleg, en þó víð-
sýn og auðug.
En smám saman kom það í ljós,
að landið bjó þjóðinni ekki þau kjör
til langframa, sem við hafði verið
búist. Hin fornu skip gengu úr sér
og ný voru elcki byggð í staðinn.
Verzlunin komst í erlendar hendur
og fslendingar fóru utan sem far-