Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 37
FRAMTÍÐ ÍSLENZKRAR MENNINGAR
11)
skekkt þjóð á í hlut, er hann á
mannlegan mælikvarða eitt fegursta
æfintýrið í sögu nútímans. Og hvort
sem þjóðinni gengur betur eða ver
að gæta fengins frelsis og sækja
enn til framfara á ókomnum tímum,
glatast aldrei til fulls það sem einu
sinni er unnið. Dæmi sjálfstæðis-
baráttunar fyrir komandi kynslóðir
verður enn sterkari hvöt en minn-
ingin um hið forna þjóðveldi var á
19. öldinni, af því að það verður
þeim nær í tíma og af því að þessi
barátta kallaði fram á sjónarsviðið
mesta manninn, sem fsland hefir
eignast:
SÚ þjóð, sem átti þig, Jón Sigurðs-
son,
á sannarlega endurreisnar von.
Eg hefi getið þess að framan, að
landnámssaga og þjóðræknissaga
fslendinga vestan hafs sé þegar orð-
in minnisverður og merkilegur þátt-
ur í sögu þjóðarinnar. Það er undir
ungu kynslóðunum komið, hvort sú
saga verður ekki enn þá merkilegri
í framtíðinni, eftir því sem erfið-
leikarnir vaxa. Að minsta kosti er
Það einrætt, að þegar fslendingar í
Vesturheimi hugsa um þjóðlega
uienningu, mega þeir ekki gleyma
að leggja sérstaka rækt við það, sem
usest þeim er, sína eigin landnáms-
sógu menningararfleifðina, sem
vestur fluttist, verk og starf þeirra
uianna, sem fram úr hafa skarað
Uieðal sjálfra þeirra. Þetta er svo
augljóst mál, að nóg er að minna
rétt á það.
En á eitt atriði enn vildi eg drepa
sérstaklega. Um leið og hinar ungu
islenzku kynslóðir gera sér far um
að kynnast sem rækilegast því dýr-
mætasta í íslenzkum bókmentum og
sögu og því bezta, sem um hvort-
tveggja hefir verið ritað og verður
ritað á íslenzku, er það mikils virði
fyrir þær að þekkja líka það, sem
ritað hefir verið um þetta af erlend-
um mönnum, ekki sízt brezkum og
amerískum menntamönnum. Og það
vill svo vel til, að þar er um næsta
auðugan garð að gresja. Á því að
lesa slík rit samhliða hinum íslenzku
er margt að græða. Þar er litið á
bókmentir vorar og menningu frá
erlendu og almennu sjónarmiði, svo
að ekki ætti að vera því til að dreifa,
að gildi þeirra væri ofmetið af ís-
lenzkri þröngsýni eða þjóðarmetn-
aði. Fyrir þá menn, sem vilja ekki
einungis njóta þessara hluta fyrir
sjálfa sig, heldur gera þá arðbæra í
vestrænu þjóðlífi, er það mikill leið-
arvísir, hvað helzt hefir vakið at-
hygli enskumælandi mentamanna
og hvernig þeir hafa skilið það. ís-
lendingum vestan hafs, sem eru svo
hógværir og lítillátir, að þeim finnst
vor eigin menning muni blikna eins
og tungl fyrir sólu í samanburði við
hina brezku heimsmenningu, getur
verið það talsverð uppörvun og um-
hugsunarefni að vita, hvernig brezk-
ir menntamenn hafa litið á hana
fyrr og síðar. Hjá Bretum kom
jafnvel fyrr fram en hjá nokkurri
erlendri þjóð skilningur á bók-
mentagildi íslenzkra fornrita. Thom-
as Gray var fyrsta erlent skáld, sem
gerði sér grein fyrir þeirri auðlegð
frumlegra yrkisefna, sem í þeim var
fólgin, og dæmi hans hafði síðan
víðtæk áhrif, ekki einungis á ensk-
ar bókmentir, heldur þýzkiar og
norrænar. Síðan hafa menn eins og
Walter Scott og William Morris, auk