Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 40
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA
bezta, sem hún á. í stað hinnav
háskalegu þjóðernislegu þröngsýni
og eigingirni, sem nú er að steypa
heiminum í voða, á ekki að koma
nein afneitun þjóðernis og sérmenn-
ingar einstakra þjóða. Afleiðing
þess yrði ekki annað en menningar-
leg fátækt og flatneskja. En hver
þjóð á í senn að búa að sínu og
vera tilbúin að miðla öðrum af því,
um leið og hún gjarnan má endur-
meta sín þjóðlegu verðmæti með
hliðsjón af því, sem almennt gildi
hefir. Og þetta á við í smærra stíl
um hvern einstakling. Þegar mað-
ur kemur með erlendri þjóð, á hann
um tvo kosti að velja. Hann getur
reynt að skifta lit og líki eftir um-
hverfinu, og hann getur reynt að
halda í sérkenni sín, ekki einungis
til þess að láta ekki ganga á metnað
sínum og stjálfstæði, heldur líka til
þess að gefa öðrum hlutdeild í því,
sem hann þykist eiga bezt í fórum
sínum.
Norænum og germönskum þjóð-
um hefir verið hælt fyrir aðlögunar-
gáfu sína (gift of adaptation). Því
þykja þeir góðir innflytjendur. En
eitt er einangrun og útúrboruskap-
ur, að vera blindur og daufur á ný
áhrif, annað er að reyna að þurka
sjáifan sig út. Aðlögunargáfan er
ekki síður í því fólgin að knýja eða
laga aðra til þess að viðurkenna
sitt eigið sjónarmið heldur en að
gleypa við öllum sjónarmiðum ann-
ara. Heilbrigður jöfnuður fæst bezt
með því, að annar parturinn sé ekki
allt af steðjinn og hinn hamarinn.
Þó að víkingarnir í Normandíi
og á Englandi semdu sig í ýmsu að
siðum umhverfisins, varðveittu þeir
líka lengi meðvitundina um uppruna
sinn og mótuðu umhverfið ekki síð-
ur en þeir mótuðust sjálfir. Ann-
ars hefðu þeir eins vel mátt sitja
heima, ef þeir hefðu ekki auðgað
hið nýja föðurland sitt að neinu
nema höfðatölu. Sumum hinna
yngri íslendniga vestan hafs kynni
að þykja það lítið hlutverk að veita
einhverju af menningu þeirrar smá-
þjóðar, sem þeir eru runnir af, inn
í vestrænt þjóðlíf. En fyrst og
fremst gætu þeir við nánari íhugun
og betri þekkingu komist að þeirri
niðurstöðu, að þetta væri meira
virði en þeir hafa haldið. Og í öðru
lagi er vafasamt, hvort þeir eiga
kost á að leggja annað betra til. —
Þetta er að minnsta kosti þeirra sér-
eign, eini sérstaki arfurinn, sem
þeir eiga fram yfir aðra. Eg efast
ekki um, að sú verði raunin á, að
virðing hinna íslenzku ætta í vest-
rænu þjóðlífi verði því meiri, sem
þær varðveita betur sjálfsvitund
sína og erfðamenningu. Og þegar
eg segi varðveita, á eg ekki einungis
við vörn, heldur líka sókn. fslend-
ingar vestra búa enn yfir menning-
ararfi, sem það er heilög skylda
þeirra við sitt nýja fósturland að
gera lifandi þátt í þeirri menningu,
sem þar er að skapast. Enda verð-.
ur sú arfleifð svo virkust eign
þeirra sjálfra, að þeir verði ekki
einungis geymandi, heldur líka veit-
andi.