Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 40

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 40
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS fSLENDINGA bezta, sem hún á. í stað hinnav háskalegu þjóðernislegu þröngsýni og eigingirni, sem nú er að steypa heiminum í voða, á ekki að koma nein afneitun þjóðernis og sérmenn- ingar einstakra þjóða. Afleiðing þess yrði ekki annað en menningar- leg fátækt og flatneskja. En hver þjóð á í senn að búa að sínu og vera tilbúin að miðla öðrum af því, um leið og hún gjarnan má endur- meta sín þjóðlegu verðmæti með hliðsjón af því, sem almennt gildi hefir. Og þetta á við í smærra stíl um hvern einstakling. Þegar mað- ur kemur með erlendri þjóð, á hann um tvo kosti að velja. Hann getur reynt að skifta lit og líki eftir um- hverfinu, og hann getur reynt að halda í sérkenni sín, ekki einungis til þess að láta ekki ganga á metnað sínum og stjálfstæði, heldur líka til þess að gefa öðrum hlutdeild í því, sem hann þykist eiga bezt í fórum sínum. Norænum og germönskum þjóð- um hefir verið hælt fyrir aðlögunar- gáfu sína (gift of adaptation). Því þykja þeir góðir innflytjendur. En eitt er einangrun og útúrboruskap- ur, að vera blindur og daufur á ný áhrif, annað er að reyna að þurka sjáifan sig út. Aðlögunargáfan er ekki síður í því fólgin að knýja eða laga aðra til þess að viðurkenna sitt eigið sjónarmið heldur en að gleypa við öllum sjónarmiðum ann- ara. Heilbrigður jöfnuður fæst bezt með því, að annar parturinn sé ekki allt af steðjinn og hinn hamarinn. Þó að víkingarnir í Normandíi og á Englandi semdu sig í ýmsu að siðum umhverfisins, varðveittu þeir líka lengi meðvitundina um uppruna sinn og mótuðu umhverfið ekki síð- ur en þeir mótuðust sjálfir. Ann- ars hefðu þeir eins vel mátt sitja heima, ef þeir hefðu ekki auðgað hið nýja föðurland sitt að neinu nema höfðatölu. Sumum hinna yngri íslendniga vestan hafs kynni að þykja það lítið hlutverk að veita einhverju af menningu þeirrar smá- þjóðar, sem þeir eru runnir af, inn í vestrænt þjóðlíf. En fyrst og fremst gætu þeir við nánari íhugun og betri þekkingu komist að þeirri niðurstöðu, að þetta væri meira virði en þeir hafa haldið. Og í öðru lagi er vafasamt, hvort þeir eiga kost á að leggja annað betra til. — Þetta er að minnsta kosti þeirra sér- eign, eini sérstaki arfurinn, sem þeir eiga fram yfir aðra. Eg efast ekki um, að sú verði raunin á, að virðing hinna íslenzku ætta í vest- rænu þjóðlífi verði því meiri, sem þær varðveita betur sjálfsvitund sína og erfðamenningu. Og þegar eg segi varðveita, á eg ekki einungis við vörn, heldur líka sókn. fslend- ingar vestra búa enn yfir menning- ararfi, sem það er heilög skylda þeirra við sitt nýja fósturland að gera lifandi þátt í þeirri menningu, sem þar er að skapast. Enda verð-. ur sú arfleifð svo virkust eign þeirra sjálfra, að þeir verði ekki einungis geymandi, heldur líka veit- andi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.