Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 43
a
SlhiaBlespeair© á. HsSaimdl
Eftir Dr. Stefán Eimtrsson
I.
Það mun varla orka tvímælis að
Shakespeare sé nú talinn skáldkon-
ungur Vesturlanda. Það er ekki
nýtt mat: öll nítjánda öldin veitti
honum lotningu. Hann var heldur
ekki einn í þeim fjölmenna hóp
skálda, sem deyja í fátækt og fyrir-
litningu, en verða frægir eftir sinn
dag. Hann var tvímælalaust mest
naetinn leikritaskáldanna, er honum
voru samtímis uppi á síðasta tug 16.
°S fyrsta tug 17 aldarinnar. Og
leikritaskáld voru í tiltölulega mikl-
um hávegum hafðir í London á dög-
uni Elísabetar drotningar. En refsi-
vöndur Drottins þeirra púrítana, er
«1 valda komust með Cromwell, átti
eftir að slá leikhúsin, alt þeirra at-
hæfi og alt þeirra hyski, í duft jarð-
ar- Frægð meistarans frá Avon
heið slíkan hnekki, sem hún hefir
aldrei síðan orðið fyrir, og þeir sem
héldu trygð við skáldið höfðu ekki
við að verja hann fyrir hneyksluð-
uni trúmönnum, sem sóru við nafn
Postula eins og Bunyans og Miltons.
Eftir fall púritana og endurreisn
onungdómsins í Englandi rofaði af
uýjum degi fyrir frægð skáldsins.
ó var langt frá því, að menn 18.
a darinnar vildu meðtaka hann eins
eS hann var. Þeir dependeruðu af
.eiln suotra franska smekk, eins og
Is endingar um langan aldur dep-
euderuð af þeim dönsku. Og þeim
unst Shakespeare vera hálfgerður
j.1, imaður, sem hefði gott af því að
a a hlippa sig og snurfúsa, eins og
trén og buskarnir í skrautgarðinum
í Versölum. Spámenn þessa tíma
voru menn eins og Dryden, Pope og
Dr. Johnson.
En allra daga kemur kvöld, og
þegar líða tók á 18. öldina höfðu
flestir fengið nóg af þessum skyn-
sömu, fyndnu og upplýstu smekk-
mönnum. Nú þráðu menn aftur hið
óendanlega í náttúrunni og mann-
lífinu, alt dularfult heillaði, og ofsi
tilfinninganna var dáður á ný. Þetta
var rómantíkin, og hún skipaði
Shakespeare í það öndvegi, sem
hann hefir síðan setið með sóma.
Utan Englands var viðhorf manna
við Shakespeare á 18. öldinni líkt og
á Englandi. Upplýsingarmennirnir
á Þýzkalandi og á Norðurlöndum
þektu hann, virtu hann mikils og
þýddu hann jafnvel, en það var ekki
fyr en með rómantíkinni að hann var
hafinn til skýja. Meðal þeirra, sem
þýddu Shakespeare á Þýzkalandi
voru menn eins og Wieland, Goethe
og Schiller, en hina frægustu þýð-
ingu gerði August Wilhelm von
Schlegel, og kom hún út á árunum
1797—1801.
Á Norðurlöndum fara menn ekki
að gefa Shakespeare gaum að neinu
marki fyr en eftir miðja 18. öld.*
* Upplýsingar um sögu Shakespeares á
Norðurlöndum hefi eg eftir hinum merku
ribgerðum Martin B. Runds: “An Essay
toward the History of Shakesjpeare in Nor-
way”, Scandinavian Studies and Notes Vol.
IV. 89—202 (1917); “Shakespeare in Den-
mark” í sama riti Vol. V:191—196 (1919),
þessi grein er útdráttur úr An Essay to-
ward a History of Shakespeare in Den-