Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 47
SHAKESPEARE Á ÍSLANDI
Grímur kallar að eins vel mætti telja
list Shakespeares norræna eins og
protestantiska: minni hinn fyrri
flokkur manna á fornmenn í heiðni’
sem trúðu á mátt sinn og megin;
hinn síðari flokk megi líka telja nor-
i'ænan, því sva djúpar innhverfar
skapgerðir muni vera sjaldgæfar á
Suðurlöndum.
Gröndal* kallar Grím Thomsen
‘Herold eða fyrirboða hins nýja
Grna,” hann vakti áhuga hinna yngri
manna fyrir Hegel, Runeberg, Byron
°g sennilega líka Shakespeare.
Gísli Brynjólfsson (1827—1888)
var einn þessara ungu manna, hann
gerðist hinn mesti Byron-isti, en
hann hefir líka þýtt tvö kvæði eftir
Shakespeare: 1. “úr Cymbeline (Act
IV. Sc. 2) Greftrunarljóð eftir Imó-
gen” (“Fear no more the heat o’ the
sun”) og 2. “úr Measure for Meas-
Ure (Act IV. Sc. 1) Kossavísa.”
(“Take, oh take those lips away”)**
Valið lýsir Gísla, hinu þunglynda
ástarskáldi, furðu vel. Grafarljóðið
hefir Steingrímur Thorsteinsson
líka þýtt undir titlinum “Kvæði úr
^ymbeline” (í Ritsafn I., Rvík, 1924,
hls. 141). Eg set hér síðasta er-
mdið í þýðingum beggja til saman-
burðar við frumkvæðið:
No exorciser harm thee!
Nor no witchcraft charm thee!
Ghost unlaid forbear thee!
Nothing ill come near thee!
Quiet consummation have;
And renowned be thy grave.
’• P®«radvöl, bls. 109. Um áhilif By-
gá Grím og Gísla, sjá ritgerðir R.
Þ|9, s 5 Journal of English and Germanic
Xy]"loW 1928, XXVII: 170—182, og 1929,
Skíny ígjf—237; greimna um Grím líka í
:::* 1 Ljóðmæli, Khöfn 1891, bls. 35—36.
29
Gísli:
Ei þig særing særi!
síst þig galdur hræri!
Óhreinn andi fjær þér!
illt ei komi nær þér!
Sé þér vært und grænni grund,
gröf þín víðfræg alla stund.
Steingrímur:
Enginn seiður æri þig
engir töfrar særi þig,
illar vættir eigri frá,
ekkert óhreint sé þér hjá.
Hvíldu í friði á forldardöf,
frægðin svífi um þína gröf.
Þýðing Gísla virðist mér ágæt og
miklum mun betri en Steingríms,
bæði að kveðandi, nærfærni við
frumkvæðið og krafti orðanna. í
samræmi við frumkvæðið byrja þrjú
fyrstu erindin á “Hræðstu ei . .
Steingrímur víkur frá því í fyrsta
erindi. Eg sé ekki betur en að
Steingrím skorti hér hagmælsku,*
þrátt fyrir álit það er hann hefir
haft á sér fyrir lipurð í kveðskap.
“Kossavísan” virðist mér að sínu
leyti ekki eins vel þýdd og “Greftr-
unarljóð.” Þess mætti geta til, að
þeir Gísli og Steingrímur hafi þýtt
“Greftrunarljóðið’ eftir að Cymbel-
ine var leikin í Khöfn 4. okt. 1871,
en það er auðvitað ágizkun ein.
III.
Nú er komið að hinum eiginlegu
Shakespeare þýðendum: Steingrími
Thorsteinsson (1831—1913), Eiríki
Magnússyni (1833—1913) og Matt-
híasi Jochumssyni (1835—1920).
Þeir starfa að þýðingum sínum frá
því laust eftir 1860 til 1887, þegar
* Sbr. álit Nordals, Isl. Eestrarbók,
bls. 241.