Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 59
DRAUMUR
41
drauma rakti garnir úr sinni eigin
sál handa áheyrendunum að brýna
goggana yfir og slíta sundur á milli
sín.
Þá var útskýring Ingveldar gömlu
hugðnæmai'i, og hér eftir ætlaði
Ragnhildur að halda sér að henni.
Henni var það enn í fersku minni,
hegar hún var látin byrja á að vaka
yfir túninu, þá þótti Ingveldi gömlu
það oflagt á hana svo unga, en Ragn-
hildi sjálfri fanst að hún vaxa að
virðingu og manngildi. Og þar úti
í töfrum íslenzku vornáttanna lærði
hún að una sér vel í einveru, fékk
ráðrúm og næði til að gefa sínum
barna hugsunum og ímyndunai’lífi
lausann tauminn. Marga nóttina,
þegar hún hafði verið ein á ferli og
allir sváfu, jafnvel fuglarnir voru
hljóðir, og sjálf jörðin lá þögul og
fjaidæg í óljósu lágnættinu, var
ekki frítt við að hún hefði verið
óttafull og einmanaleg. Hún hafði
horft með skjálfandi hjai’ta í hvern
krók og kima eftir álfum og vofum,
en sá aldrei neitt. Eitt af þeim
möi-gu góðu ráðum, sem Ingveldur
gamla hafði gefið henni var, að ef
hún sæi, eða yrðu á vegi hennar
bláir hálfgegnsæir reykjarstólpar,
svona á stærð við fólk, að láta þá
algerlega afskiftalausa, hvorki tala
til þeiri’a, né á nokkurn hátt fox’-
vitnast um hagi þeirra. Hún sagði
Ragnhildi að þetta væru sálir sof-
andi fólks, er fengi nú að reika þar
um í svefni, sem hugur þeirra þráði
að vera að deginum til. En ef þess-
ar di’aumverur voru á nokkurn hátt
truflaðar eða gert snögglega hverft
við, þó dó sá í svefni, sem fyrir því
varð. Sökum þess að sálin var á
svefngöngu, þegar raskað var ró
hennar, rataði hún ekki aftur til
síns rétt bústaðar, heldur sveimaði
um eirðarlaus. Og að verða þess
valdandi var hið mesta ógæfuverk.
En Ragnhildur hafði aldrei mætt
þessum dx-aumverum Ingveldar, og
hafði alveg gleymt þeim. En lík-
lega höfðu þessar sögur geymst ein-
hversstaðar í leynihólfum hugans.
f nótt sem leið dreymdi hana, að
hún þóttist vera stödd alein úti á
víðavangi, það var um náttmála-
skeið og síðasta kveðja hverfandi
dags og sólar, aftanskinið, lá eins
og kóróna úr rauðagulli um fjalla-
tindana. En hið neðra um hlíðai’nar
og undirlendið breiddi fjólublátt
húmið í’ökkurslæður sínar. Einmana
friður lá yfir öllu landinu. Létt og
hratt og fyrirhafnai’laust barst hún
áfi’am, og hún vissi að hún hafði
ferðast óraleið, en eins og skeður
aðeins í dx-aumi, fann hún engan
ferðalúa, né undraðist vegalengdina.
Það var eitthvað kunnuglegt við
landslagið, en þó gat hún ekki áttað
sig á, hvar hún var stödd. Landið
var undra fagurt. Fjöllin risu há
og eins og meitluð af meistara hönd-
um. Silfurtærar ár og lækir runnu
stall af stalli, mynduðu fossa og
flúðir, og niðri á undirlendinu vöfð-
ust ái-nar um grænkuna eins og
silfurbönd. Ragnhildur hafði aldrei
séð svona blá vötn, eða skínandi
haf. Undarlegur þytur og ómar bár-
ust að eyrum hennar, ekki ósvipað
því, að langt úr fjai’ska heyrðust
andvörp storms og strauma, vinda-
þytur og vatnaniður svo fjarri, að
það lá meira á vitund hennai’, en að
hún heyrði það í raun og veru. Ragn-
hildur svipaðist um og reyndi að
átta sig, og þá tók hún alt í einu eftir