Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 65

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 65
PRÓFESSOR LEE M. HOLLANDER 47 tímabils þess, sem leikurinn gerist á, og hve ágætlega hann nær málblæ- fornsagna vorra. Þá virðist dr. Hollander, að höfundi hafi tekist vel margar persónulýsingar sínar; þyk- ir honum Brandur eftirtektarverð- astur, og segir, að honum svipi um sitthvað til Hamlets, einkum um skort á viljafestu; er það ekki sagt út í bláinn, því að Þórólfur lýsir Brandi með þessum orðum: “Brand vantar bæði fyrirhyggjuna fyrir bardagann, og það ofurkapp í bar- daganum, sem sigurinn vinnur.” — Hinsvegar þykir dr. Hollander nokk- uð bresta á það, að biskupinum sé nægilega glögglega lýst. Einnig tel- ur gagnrýnandinn byggingu leiksins áfátt að ýmsu leyti, og verður því eigi með rökum neitað. Langbeztur þykir honum annar þáttur, enda er þar óneitanlega föstum tökum náð á efninu og prýðisvel með það farið. Frá sjónarmiði dramatískrar tækni (dramatic technique) álítur dr. Hol- lander hin óvæntu áhrif biskups á Kobein í leikslok höfuðgalla leikrits- ins, en viðurkennir eigi að síður, að Það sé í fullu samræmi við tíðar- andann. Þá er menn þeirrar aldar horfðust í augu við dauðann, var eigi annarsstaðar skjóls að leita en undir vængjum kirkjunnar; aðeins tar var frelsunar að vænta frá glöt- un í öðru lífi. Þegar gerðir eru upp allir reikningarnir, reynist róð- inn því, eins og dr. Hollander bendir á, sterkari en sverðið, kirkjan heldur en veraldarvaldið, þó að sá sigur standi æði veikum fótum. Litlu eftir að þýðing hans á Sverð og bagall kom út, ritaði dr. Hollander gagnorða yfirlitsgrein um ieikritagerð á íslandi (“The Drama in Iceland”).* Er þar fljótt yfir sögu farið, en vinsamleg og greinar- góð er frágsögnin, það sem hún nær. Dvelur höfundur eðlilega einkum við leikrit þeirra séra Matthíasar Jochumssonar, Indriða Einarssonar og Jóhanns Sigurjónssonar, og ritar um þá af góðum skilningi. Þykir honum, að vonum, Jóhann, í Fjalla- Eyvindi, frumlegastur og tilþrifa- mestur þeirra þremenninganna, sem hér um ræður. Hefir grein þessi, þó stiklað sé aðeins á stærstu stein- um, vafalaust fært ýmsum lesendum heim sanninn um það, að til væru lestrarverðar nýíslenzkar bókment- ir. Þá er svo að sjá sem dr. Hollander hafi fengist við, eða að minsta kosti haft í huga, að snúa fleiri íslenzk- um leikritum á ensku heldur en Sverði og bagal; því að í ársriti Society for the Advancement of Scandinavian Study (1914, bls. 294) er þess getið, að hann sé að undir- búa safn slíkra þýðinga. En ekki hefir það, enn sem komið er, verið prentað, hvað sem veldur. Áhugi þýðanda á þeirri grein bókmennt vorra er engu að síður auðsær af því, sem þegar hefir á prent komið eftir hann um það efni. Loks má geta þess, að dr. Holland- er hefir snúið á ensku hinu alkunna kvæði Stephans G. Stephanssonar: “Þótt þú langförull legðir” (The American-Scandinavian Review, — March-April, 1915); en þar bregst þýðanda bogalistin; hugsuninni er að vísu allvel haldið, en þýðingin annars stirðkveðin; enda ber því * PubJications of the Society for the Advancement of Scandinavian Study, 1912. pp. 99—106.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.