Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 66
48 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ekki að neita, að snildarkvæði þetta er svo rammíslenzkt, að hreinustu galdramennsku í ljóðagerð þarf til þess, að snúa því á ensku, svo að ekki týnist meira eða minna af snild þess í flutningnum. III. Dr. Hollander hefir þá, eins og að framan var gefið í skyn, einkum og helzt unnið að rannsókn íslenzkra fornbókmennta og að þýðingu forn- kvæða vorra á enska tungu. Hann hefir birt í amerískum tímaritum margar fræðimannlegar og lærdóms- ríkar ritgerðir um fornrit vor, meðal annara um Helgakviðurnar, athuga- semdir við ýms Eddu-kvæði, og grein um aldur goðakvæðanna, að taldar séu fáar einar, þeirra, er mér virðast hvað eftirtektarverðastar. Sérstaklega athylisverð er ritgerð hans “The Battle on the Vin-Heath and the Battle of the Huns”,* er fjallar um orustuna á Vínheiði, sem er merkisviðburður í Egils sögu Skallagrímssonar, einkum er til þess kemur að ákveða tímatal hennar.** Ætlar dr. Hollander, að hér sé átt við orustuna frægu við Brunanburg (937); en jafnframt bendir hann á það, hversu merkilega lík lýsing Egils sögu á orustunni á Vínheiði sé lýsingu Hervararsögu á orustunni miklu við Húna á Dúnheiði. Er hér um mjög eftirtektarvert atriði að ræða. Einnig hefir prófessor Hollander ritað í amerísk tímarit fjölda rit- dóma, og oft næsta ítarlega, um bæk- * The Journul of English and Ger- manic Phiiology, January, 1933, pp. 33-43. ** Sjá Egils saga Skailagrímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Reykjavik 1933, bls. XXXVIII—XLVIII. i’r, sem fjalla um íslenzkar fornbók- menntir, eða um útgáfur og þýðing- ar þeirra, og um önnur rit, er ísland snerta. Þannig birti hann í Modern Language Notes (1913) góðan rit- dóm um orðabók G. T. Zoega yfir fornmálið íslenzka (A Concise Dic- tionary of Old Icelandic) og í sama riti (1915) ágætan og fróðlegan rit- dóm um hina stórmerku ritaskrá Halldórs prófessors Hermannssonar yfir Fiske-safn íslenzkra bóka — (Catalogue of the Icelandic Collec- tion bequeathed by Willard Fiske); einnig hefir dr. Hollander dregið at- hygli fræðimanna og annara fróð- leikshneigðra lesenda að ýmsum ritum Islandica-safns Halldórs pró- fessors með maklega vinsamlegum og athyglisverðum ritdómum.* — Vel ritaði dr. Hollander ennfremur um hina ágætu Laxdælu-þýðingu Thorsteins Veblen (1925) og um bók prófessors Halvdans Koht um ís- lenzkar fornsögur (The Old Norse Sagas, 1931) ;** kemur þar ljóst fram hvortveggja: glöggur skilning- ur gagnrýnandans á fomsögum vor- um og aðdáun hans á þeim. Vitan- lega er það samt svo um ritgerðir dr. Hollanders um fræði vor hin fornu og ritdóma hans um bækur er um þau fjalla, að skoðanamunur er ó- hjákvæmilegur um einstöku atriði. Á það auðvitað einnig við aðra fræði- menn, sem um þau efni rita; því að hér sannast, eigi síður en á öðrum sviðum, hið fornkveðna: “sínum augum lítur hver á silfrið”. * Smbr. grein mína “Aldarfjórðungs- afmæli ritsafnsins “Islandica”, Heims- krirgla, 14. október, 1936. ** Scandinavian Studies and Notes, 1924—25, pp. 258—28, og 1932 (August), pp. 60—62.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.