Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 66
48
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ekki að neita, að snildarkvæði þetta
er svo rammíslenzkt, að hreinustu
galdramennsku í ljóðagerð þarf til
þess, að snúa því á ensku, svo að
ekki týnist meira eða minna af snild
þess í flutningnum.
III.
Dr. Hollander hefir þá, eins og að
framan var gefið í skyn, einkum og
helzt unnið að rannsókn íslenzkra
fornbókmennta og að þýðingu forn-
kvæða vorra á enska tungu. Hann
hefir birt í amerískum tímaritum
margar fræðimannlegar og lærdóms-
ríkar ritgerðir um fornrit vor, meðal
annara um Helgakviðurnar, athuga-
semdir við ýms Eddu-kvæði, og
grein um aldur goðakvæðanna, að
taldar séu fáar einar, þeirra, er mér
virðast hvað eftirtektarverðastar.
Sérstaklega athylisverð er ritgerð
hans “The Battle on the Vin-Heath
and the Battle of the Huns”,* er
fjallar um orustuna á Vínheiði, sem
er merkisviðburður í Egils sögu
Skallagrímssonar, einkum er til þess
kemur að ákveða tímatal hennar.**
Ætlar dr. Hollander, að hér sé átt
við orustuna frægu við Brunanburg
(937); en jafnframt bendir hann á
það, hversu merkilega lík lýsing
Egils sögu á orustunni á Vínheiði sé
lýsingu Hervararsögu á orustunni
miklu við Húna á Dúnheiði. Er hér
um mjög eftirtektarvert atriði að
ræða.
Einnig hefir prófessor Hollander
ritað í amerísk tímarit fjölda rit-
dóma, og oft næsta ítarlega, um bæk-
* The Journul of English and Ger-
manic Phiiology, January, 1933, pp. 33-43.
** Sjá Egils saga Skailagrímssonar.
Sigurður Nordal gaf út. Reykjavik 1933,
bls. XXXVIII—XLVIII.
i’r, sem fjalla um íslenzkar fornbók-
menntir, eða um útgáfur og þýðing-
ar þeirra, og um önnur rit, er ísland
snerta. Þannig birti hann í Modern
Language Notes (1913) góðan rit-
dóm um orðabók G. T. Zoega yfir
fornmálið íslenzka (A Concise Dic-
tionary of Old Icelandic) og í sama
riti (1915) ágætan og fróðlegan rit-
dóm um hina stórmerku ritaskrá
Halldórs prófessors Hermannssonar
yfir Fiske-safn íslenzkra bóka —
(Catalogue of the Icelandic Collec-
tion bequeathed by Willard Fiske);
einnig hefir dr. Hollander dregið at-
hygli fræðimanna og annara fróð-
leikshneigðra lesenda að ýmsum
ritum Islandica-safns Halldórs pró-
fessors með maklega vinsamlegum
og athyglisverðum ritdómum.* —
Vel ritaði dr. Hollander ennfremur
um hina ágætu Laxdælu-þýðingu
Thorsteins Veblen (1925) og um bók
prófessors Halvdans Koht um ís-
lenzkar fornsögur (The Old Norse
Sagas, 1931) ;** kemur þar ljóst
fram hvortveggja: glöggur skilning-
ur gagnrýnandans á fomsögum vor-
um og aðdáun hans á þeim. Vitan-
lega er það samt svo um ritgerðir dr.
Hollanders um fræði vor hin fornu
og ritdóma hans um bækur er um
þau fjalla, að skoðanamunur er ó-
hjákvæmilegur um einstöku atriði. Á
það auðvitað einnig við aðra fræði-
menn, sem um þau efni rita; því að
hér sannast, eigi síður en á öðrum
sviðum, hið fornkveðna: “sínum
augum lítur hver á silfrið”.
* Smbr. grein mína “Aldarfjórðungs-
afmæli ritsafnsins “Islandica”, Heims-
krirgla, 14. október, 1936.
** Scandinavian Studies and Notes,
1924—25, pp. 258—28, og 1932 (August),
pp. 60—62.