Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 68
50
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þýðingu hans skorti alloft lipurð og
mýkt í máli, hefir þýðanda, að hreint
ekki litlu leyti, tekist að ná stílþrótti
og blæ hinna fornu kvæða. Benda
mætti á margar vísur, t. d. í “Háva-
málum”, þar sem saman fara ná-
kvæmni og liðleiki í máli.
Dr. Hollander hefir einnig ritað
fróðlegan inngang að þýðingunni og
stuttan formála að hverju kvæði
fyrir sig; er mikið á öllum þeim
inngangsköflum að græða; enda eru
þeir bráðnauðsynlegir hinum er-
lendu lesendum til leiðbeiningar,
nema hinum fáu, sem sökt hafa sér
niður í fræði þessi. Sama máli gegn-
ir úm hinar gagnorðu neðanmáls-
skýringar þýðanda.
Þegar á alt er litið, er Eddu-þýð-
ing dr. Hollanders því sæmandi hinu
ódauðlega frumriti og sjálfum hon-
um vegsauki. En á hitt þarf vart að
benda, hversu vandasamt og stórfelt
fræðiafrek hann færðist í fang með
slíkri þýðingu.
Ekki hefir prófessor Hollander þó
látið hér við lenda. Fyrir stuttu
síðan kom út eftir hann heilt þýð-
ingasafn af norrænum kvæðum: Old
Norse Poems (New York, Columbia
University Press, 1936). Hefir það
inni að halda höfuð fornkvæðin nor-
rænu, að Eddukvæðum og skálda-
verkum frátöldum. Hefir þýðandi
þó tekið með í safn þetta þrjú kvæði,
sem almennt teljast til skáldakvæða:
“Iíaraldskvæði” (Hrafnsmál) Þor-
björns hornklofa, “Eiríksmál” eftir
ókunnan höfund, og “Hákonarmál”
Eyvinds Finnssonar skáldaspillis. —
En því mun þýðandi hafa tekið þessi
kvæði í safn sitt, að þau eru orkt
undir Eddukvæðaháttum, þó þau séu
hrein skáldakvæði að efni til: kon-
ungalof.
Annars kennir eigi lítillar fjöl-
breytni í þessu þýðingasafni dr.
Hollander, því að, auk fyrtaldra
kvæða, eru þar, meðal annars, eftir-
farandi kvæði og kviður: “Bjarka-
mál in fornu” og ýms önnur kvæði
úr Fornaldarsögum Norðurlanda,
“Darraðarljóð”, “Buslubæn”,
“Tryggðamál” úr Grágás (Konungs-
bók), “Heiðreksgátur” (Gátur Gest-
umblinda) og “Sólarljóð”. Um
“Bjarkamál in fornu’ skyldi það tek-
ið fram, að af þeim hafa varðveizt
slitur ein; en danski fræðimaðurinn
Axel Olrik hefir endurkveðið kvæðið
á grundvelli hinna fornu sagna, og
eftir þeirri endursamningu hefir dr.
Hollander gert þýðingu sína.
Um þetta þýðingasafn dr. Hol-
landers er svipað að segja sem um
Eddu-þýðingu hans, enda fylgir
hann sýnliega sömu meginreglum.
Þýðingarnar eru jafnaðarlega ná-
kvæmar mjög að efni, og ágæt fræði-
mennska þýðanda lýsir sér hér á
hverju blaði. Málið er þó, sem fyrri
daginn, ósjaldan fyrnt um skör
fram, og hin virðingarverða viðleitni
þýðandans í þá átt, að fylgja öllum
bragreglum hins forna skáldskapar
gerir þýðingarnar víða stirðar og
hjáróma í eyrum nútíðarmanna. —-
Sumstaðar hefir honum þó prýðilega
til tekist, bæði um meðferð efnis og
máls. Og sýnist mér sem þýðinga-
safn þetta sé í heild sinni auðlesnara
en Eddu-Þýðing prófessorsins.
Góður og gagnorður formáli fylgir
safninu úr hlaði; auk þess eru all-
ítarlegar inngangsgreinar að hverju
kvæðanna um sig og neðanmáls-
skýringar við þau. Er safnið því