Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 74
56
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
kæmust til kirkju ef gott var veður
og gangfæri, því margir áttu æði
langan veg að fara. Og nú átti að lofa
öllum unglingum, sem færir voru
til, að ganga til kirkju, því þetta
var barnanna hátíð, svo þeir fengi
að sjá alla jóladýrðina í kirkjunni og
heyra hvað presturinn talaði um
barnið, sem fæddist þá um nóttina,
og hvert erindi hans var í heiminn.
Unglingum var skipað, af foreldrum
þeirra, að taka vel eftir þessum
gleðiboðskap sem presturin flytti.
Eg var, eins og aðrir unglingar,
hrifin mest af ljósa dýrðinni í kirkj-
unni og þótti sjálfsagt að trúa öllu
því sem eldra fólkið trúði. Þegar
heim var komið frá kirkjunni var
húsmóðirin búin að skamta jólamat-
inn ef hún fór ekki til kirkju. Ef hún
ætlaði sér til kirkju hafði hún jóla-
matin skamtaðann fram.í búri, svo
það þyrfti ekki annað, en bera hann
til fólksins, þegar komið var frá
kirkjunni. Jóla maturinn var: mik-
ið af hangikjöti og heilar kökur, allt
miðað við hvað hver átti að fá. —
Krakkar og unglingar fengu litla
heila köku. Þegar búið var að éta,
var tekið til spilanna og farið að
spila, þá oft einhver aðkomandi við
spilamenskuna. Seint á vökunni
var gefið kaffi með pönnukökum,
það var líka gefið á aðfangadags-
kveld.
Eins og eg áður sagði, var mikið
haldið upp á allar hátíðir og ekki
sízt upp á sumardaginn fyrsta, þeg-
ar blessað sumarið var að koma, sem
öll lífsbjörg var undir komin að
yrði farsælt fyrir bóndann upp til
sveita. Þó hann væri ekki löglegur
helgidagur, þá var fólk fyrir löngu
búið að gera hann að uppáhalds degi
og gaf á honum sumargjafir og
góðan mat, því hann og sumarið til-
heyrði líkamslífinu. Ef fólki leið
vel í líkamslífi fanst því það geta
betur stundað andlegu hlýðnina. —
Vorið var mikill annríkis tími, smal-
inn og unglingar líka á hlaupum um
sauðburðinn til að passa að lömbin
dræpust ekki, eða vargur dræpi þau
ekki í fæðingunni.
Kvenfólk og fleiri, ef til voru,
voru sett til að berja skítinn á vell-
inum, og svo að hreinsa engjar ef
flóð hafði borið hroða á þær, þvi
engjar voru víða í Borgarfirði með-
fram ám. En svo þegar kom fram
á vorið, þá var farið að stýja lömb-
unum frá ánum og mjólka nokkuð úr
þeim til að fá sauðamjólk, því hún
þótti svo kosta góð. Þá var farið
bráð snemma til stekkjarins á
morgnana, til að hleypa út lömbun-
um.
Eftir að eg var kominn á þenna
unglingsaldur fór eg til stekkjarins
með vinnukonu hjá foreldrum mín-
um, með því líka að eg var þá orðin
aðal smalinn, á sumrin. Stekkurinn
var svoleiðis gerður að það var
gerð rétt nógu stór til að taka allt
féð, og meðfram öðrum hliðar
veggnum var lamba króin með þaki
yfir, svo ekki rigndi á lömbin. Á
hliðar veggnum var gat til að
smokka lömbunum inn um, en á
framstafni króarinnar dyr til að
hleypa lömbunum út um. Þarna
gátu lömbin og ærnar kallast á og
það var líka ekki sparað fyrst í stað
eftir að farið var að stýja. Svo
rak hvert vorverkið annað, til að
geta verið tilbúinn með allt þegar
sláttur byrjaði. Fyrst voru frá-
færurnar og svo að reka geldfé og