Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 76
58
TÍMAEIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
tún og víða líka hálf þýfðar engjar.
Heyin voru aðal undirstöðuatriði hjá
sveita bóndanum til að komast á-
fram með búskapinn. Því urðu allir
sem höfðu nokkuð stórt bú að hafa
nokkuð margt vinnufólk, með því
líka að á þeim tíma var ekki mikið
kaup sem vinnufólki var greitt, mið-
að við það sem þeir urðu að borga
kaupafólki, karlmanninum vættar
virði í vörum, eða sex dali í pening-
um um vikuna, en kvenmanni helm-
ingi minna.
Eftir því sem eg heyrði og vissi
bezt fengu vinnumenn í kaup ekki
meir en fjórar flíkur á ári og fjögur
til sex kindafóður, og ef þeir áttu
hest, þá fengu þeir fóður fyrir hann
þegar hann gat ekki bjargað sér á
jörðunni. Kvenfólk fékk helmingi
minna. Líka vissi eg til að stöku
bændur létu vinnumenn sína hafa
hálfan hlut sinn í kaup, yfir vetrar-
vertíðina, hvert sem þeir fengu mik-
ið eða lítið, stundum höfðu þeir
menn mikið upp úr því ef þeir fisk-
uðu vel.
Af því að þessar endurminningar
sem eg hefi verið að segja frá, til-
heyra mest líkamlega lífinu, vil eg
segja eitthvað frá andlegu eða trú-
arlegu hliðinni, því þar hefi eg
margar endurminningar frá, og tek
eg þá dæmið af heimilissið foreldra
minna, er mér var sagt að væri sið-
ur alstaðar. Það sýndist á þeim
tíma að fólk væri mikið trúarsterk-
ara en síðar varð. Strax eftir vet-
urnætur, þegar vökur byrjuðu, var í
vöku lokin áður en fólk fór að hátta
lesinn kvöldlestur. Það voru hug-
vekjur sem náðu frá veturnóttum
til jóla. Þær hétu Sturmshugvekj-
ur. Eg held þær hafi verið danskar,
en útlagðar á íslenzku. Það var
alltaf sunginn sálmur eða vers und-
an og eftir lestrinum. Frá jólum til
langaföstu voru lesnar Vigfúsar hug-
vekjur, með sömu aðferð. Þegar
langafasta byrjaði, var byrjað á
Passíusálmum svo þeir yrðu búnir
fyrir páska og lesnar hugvekjur sem
áttu við þá. Eg man ekki eftir
hvern þær voru. Líka var lesið á öll-
um miðvikudögum, yfir sjö vikna
föstuna, í Vídalíns miðvikudags pré-
dikunum. Móðir mín las alla hús-
lestra. Hún var greind kona og mjög
trúarsterk og vildi halda fast við
allt sem þá tíðkaðist í trúarlegu til-
liti. Faðir minn byrjaði alla sálma.
Eg held að hann hafi kunnað öll
gömlu lögin sem þá voru til.
Kirkjur voru vel sóttar á þeim
tíma, bæði sumar og vetur eftir því
sem veður og færð Ieyfði, líklega
mest af trúar þörf, og þá máske líka
til að létta sér upp og sjá kunningja
sína. Fólk á þeim tíma leit hátt upp
til prestsins, bæði fyrir það, að hann
var mentaður maður og svo Guðs
sendiboði til að kenna mönnum rétt
trúarlíf og siðferði, enda var það
töluvert hrífandi sjón, að sjá falleg-
an mann skrýddann í fallegum
messuklæðum annaðhvort fyrir alt-
ari eða í prédikunarstólnum. Þó
það væri kannske ekki allt áreiðan-
legur sannleikur sem hann sagði,
voru menn ekkert að grufla út í
það, því hann vissi hvert sem var
betur en þeir. Ef einhver maður
var svo framhleypinn að segja að
hann vissi ekki hvert það væri allt
sannleikur sem prestarnir segðu, þá
var hann strax merktur sem villi-
trúarmaður, hjá þeim er trúarsterk-