Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Blaðsíða 78
K.völLdlvaR8iir& á BJargi (Brot úr langri sögu) Eftir Elinborgu Lárusdóttur Andrés malari er farinn að ræða við Einar húsbónda. Einar er lítill maður, ljós á hár, með vatnsblá augu, mjúka og hreina andlitsdrætti. En í svip hans er eitthvað, sem lætur undan og gefur eftir. Eitthvað veikt, hikandi og óákveðið. Nú smátýnist fólkið inn í baðstof- una og hver sezt á sitt rúm. Karl- mennirnir taka ullarkambana og byrja að kemba. Á gólfinu fyrir framan þá er lítill trélár og í hann leggja þeir kemburnar. Stúlkurnar stíga rokkinn og teygja úr kemb- unni. Þórdís húsfreyja situr við rokk sinn og spinnur fínan þráð, sem á að vera uppistaða í ytri klæðnað. Á fremsta rúminu situr gamall maður hvítur fyrir hærum. Hann hefi ver- ið vinnumaður hjá foreldrum Einars og fylgir nú jörðinni og búinu. Hann vinnur hrosshár í reipi og hnapp- heldur og spinnur það á stóra snældu. Þetta er nú orðið hans starf og í sjálfu sér eins þarft og spuninn. Gamli maðurinn veit það vel, því að ekkert hár fer til ónýtis, allt er nýtt og unnið. Gengt honum situr Ranka gamla með prjónana sína. Sjónin er tekin að bila, og hún er löngu hætt að spinna eins og hún gerði hér áð- ur fyrr. Við þetta vill hún ekki kannast. Hún þarf ekki skarpa sjón til þess að spinna. Þetta verk er að mestu þreifing og fingurnir eru næmir að finna hvern bláþráð og hverja minstu snurðu. Hún rennir hálfgerðum ásökunar augum til Gunnu og Siggu, sem nú þeyta rokkana og gefa svo öðruhvoru pilt- unum hýrt auga. Svona augnakast hefði nú ekki þótt sæmandi í hennar ungdæmi. En hvað er það sem ekki breytist? — Svona líka inn í baðstofunni í allra augsýn. Hún snýr sér undan til þess að vera ekki áhorfandi að neinu hneyxlanlegu. 0 — jæja. Það var sú tíð að hún gat þeytt rokkinn rétt eins og þess- ar hérna. Og það var líka einu sinni sú tíðin að piltarnir litu hana hýru auga. Og það fleiri en einn og fleiri en tveir. En það fór nú öðruvísi fram. — Hún hefði blátt áfram blygðast sín fyrir slíkt kitlandi augnakast í viðurvist húsbændanna. Það er eins og þessi ungdómur hugsi að enginn skilji neitt, sízt gamla fólkið. En það er ekki gott að vita, hvað manneskja, sem orðin er gömul og gráhærð, hefir lifað um dagana. Þórdís ýtir frá sér rokknum og gengur fram, en kemur að vörmu spori aftur með disk í hendinni. Á honum er feitt hangikjöt, hálfur bringukollur og biti af magál og ofan á það er lögð flatkaka og þykk smjörsneið. Gerðu svo vel, Andrés minn, segir hún og réttir honum diskinn. Guðs ást fyrir, segir Andrés mal- ari og réttir fram báðar hendur. Hann setur diskinn á kné sér — síðan seilist hann ofaní vasann og dregur upp stóran skeiðhníf. Fólkið lítur hvað á annað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.