Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 78
K.völLdlvaR8iir& á BJargi
(Brot úr langri sögu)
Eftir Elinborgu Lárusdóttur
Andrés malari er farinn að ræða
við Einar húsbónda. Einar er lítill
maður, ljós á hár, með vatnsblá
augu, mjúka og hreina andlitsdrætti.
En í svip hans er eitthvað, sem lætur
undan og gefur eftir. Eitthvað
veikt, hikandi og óákveðið.
Nú smátýnist fólkið inn í baðstof-
una og hver sezt á sitt rúm. Karl-
mennirnir taka ullarkambana og
byrja að kemba. Á gólfinu fyrir
framan þá er lítill trélár og í hann
leggja þeir kemburnar. Stúlkurnar
stíga rokkinn og teygja úr kemb-
unni.
Þórdís húsfreyja situr við rokk
sinn og spinnur fínan þráð, sem á að
vera uppistaða í ytri klæðnað. Á
fremsta rúminu situr gamall maður
hvítur fyrir hærum. Hann hefi ver-
ið vinnumaður hjá foreldrum Einars
og fylgir nú jörðinni og búinu. Hann
vinnur hrosshár í reipi og hnapp-
heldur og spinnur það á stóra
snældu. Þetta er nú orðið hans starf
og í sjálfu sér eins þarft og spuninn.
Gamli maðurinn veit það vel, því að
ekkert hár fer til ónýtis, allt er nýtt
og unnið. Gengt honum situr Ranka
gamla með prjónana sína. Sjónin er
tekin að bila, og hún er löngu hætt
að spinna eins og hún gerði hér áð-
ur fyrr. Við þetta vill hún ekki
kannast. Hún þarf ekki skarpa
sjón til þess að spinna. Þetta verk
er að mestu þreifing og fingurnir
eru næmir að finna hvern bláþráð
og hverja minstu snurðu. Hún
rennir hálfgerðum ásökunar augum
til Gunnu og Siggu, sem nú þeyta
rokkana og gefa svo öðruhvoru pilt-
unum hýrt auga.
Svona augnakast hefði nú ekki
þótt sæmandi í hennar ungdæmi. En
hvað er það sem ekki breytist? —
Svona líka inn í baðstofunni í allra
augsýn. Hún snýr sér undan til þess
að vera ekki áhorfandi að neinu
hneyxlanlegu.
0 — jæja. Það var sú tíð að hún
gat þeytt rokkinn rétt eins og þess-
ar hérna. Og það var líka einu sinni
sú tíðin að piltarnir litu hana hýru
auga. Og það fleiri en einn og fleiri
en tveir. En það fór nú öðruvísi
fram. — Hún hefði blátt áfram
blygðast sín fyrir slíkt kitlandi
augnakast í viðurvist húsbændanna.
Það er eins og þessi ungdómur hugsi
að enginn skilji neitt, sízt gamla
fólkið. En það er ekki gott að vita,
hvað manneskja, sem orðin er gömul
og gráhærð, hefir lifað um dagana.
Þórdís ýtir frá sér rokknum og
gengur fram, en kemur að vörmu
spori aftur með disk í hendinni. Á
honum er feitt hangikjöt, hálfur
bringukollur og biti af magál og
ofan á það er lögð flatkaka og þykk
smjörsneið.
Gerðu svo vel, Andrés minn, segir
hún og réttir honum diskinn.
Guðs ást fyrir, segir Andrés mal-
ari og réttir fram báðar hendur.
Hann setur diskinn á kné sér —
síðan seilist hann ofaní vasann og
dregur upp stóran skeiðhníf.
Fólkið lítur hvað á annað og