Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 82
64
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
telpan sér að systur sinni og spyr
hana um huldufólkið. En þegar
Þórgunnur svarar henni út í hött og
telpan finnur að ekkert er á þeim
svörum að græða, hættir hún að
spyrja.
Ljósið er slökt og nú grúfir myrkr-
ið yfir öllu, kalt og ógnandi. Telpan
þrífur dauðahaldi í systur sína.
ó! Það er hræðilegt ef það er
satt, sem Ranka gamla sagði henni
í dag að hann Andrés malari sé um-
skiftingur. Góði gamli Andrés, og
telpan andvarpar þungt í fyrsta sinn
á æfinni.
En Þórgunnur þráir svefninn, því
að þá flýgur vitund hennar til móts
við hann, sem hún þráir alla daga.
Þar mætast þau í gagnkvæmri hrifn-
ingu. Þá sjá þau lífið í glitrandi
skuggsjá sinna eigin drauma og
vona. Það er gott að lifa og vera til.
Lifa og þrá.
SÓLARDANS
(Frásögn Vigfúsar Þorvaldssonar, gamals manns á níræðisaldri.
Skrifað hefir eftir minni hans J. J. B.)
í æsku heyrði eg oft talað um sól-
ardans. Hann átti að fara fram á
páskadagsmorguninn og var sólin
þá með öllum kristnum lýð, að fagna
upprisu mannkynsfrelsarans, eða
það var að minsta kosti sannfæring
þeirra er því fyrirbrigði trúðu. En
um það voru deildar meiningar,
hvort þetta ætti sér í raun og veru
stað, eða það væri hjátrú og hégilja,
en sjálfur var eg lítt trúaður á fyrir-
brigði þau er skynsemi mín gat ekki
gripið. Svo var það á páskadags-
morgun einn í miðjum einmánuði,
að eg var ásamt fleirum mönnum
til sjóróðra á litla Hliði á Álptanesi í
Gullbringlusýslu. — Daginn fyrir
páskadaginn hafði mál þetta borið á
góma á milli okkar sjómannanna og
skiftumst við í tvo flokka, með og
mót, en komum okkur þó saman um
að við skyldum fara á fætur
snemma, daginn eftir, á páskadag-
inn og ganga nú úr skugga um þetta
mál og það gerðum við, 10—15
manns sem þátt tókum í samræðun-
um og ákvæðinu daginn áður. Þegar
við komum út, var sólin að rísa upp
yfir sjóinn. í kringum um hana var
móleit blika, eða skýslæða sem var
gegnsæ. Frá sólunni sjálfri stafaði
geisladýrð svo undursamleg og hríf-
andi, að við stóðum forviða og steini-
lostnir. Geilsarnir læstu sig í gegn-
um skýið, syndruðu eins og ótal
rafljós í næturkyrð og blikuðu með
eldlegu afli inn og út um skýið og
um kring sólina.
Áhrif þau er þessi sýn hafði á mig
voru einkennileg og ekki gott að lýsa
þeim. Það fyrsta sem mér varð
fyrir var að depla augunum og núa
þau, því mér flaug í hug að hér
væri um missýn, eða skynbrigði að
ræða. En það var árangurslaust.
Þessi fyrirbrigði voru þarna átakan-
lega og ómótmælanlega fyrir augum
okkar allra. Efa spursmálinu um
sólardansinn var svarað, minsta
kosti í huga okkar allra sem þarna
vorum staddir.