Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 86
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um á ýmsar bækur, sem í því voru.
Hann las sumar þeirra vetur eftir
vetur. Hann sendi mér einu sinni
mynd af stofunni, sem bókasafn
hans var í, og þar sem hann geymdi
myndir af merkismönnum. Sýnir
myndin af stofunni, að bókasafnið
er all-stórt og vel frá því gengið. í
þeii’ri stofu sátu þau Eyjólfur og
Lukka (konan hans) á vetrar-kvöld-
um við arineldinn; las þá Eyjólfur
upphátt einhverja góða ból^, en
Lukka vann að hannyrðum. í bóka-
safni Eyjólfs voru margar afbragðs-
góðar bækur, bæði enskar og íslenzk-
ar; en það var eins og honum þætti
einna vænst um Ijóðabækurnar,
einkum ljóðmæli þeirra skálda, sem
ort höfðu kvæði um dýrin og fugl-
ana og hann vissi, að voru sannir
dýravinir. Honum þótti líka mjög
vænt um ýms fræðirit, einkum ef
þau voru eftir íslendinga. í bréfi,
sem dagsett er þann 14. okt. 1924,
segir hann að þá séu í bókasafni sínu
1087 bækur í bandi og um 100 ó-
bundnar. “Bókasafn mitt er mjög
einhliða eins og flest söfn einstakl-
inga eru oftast nær,” segir hann.
“Þar er langflest af ljóðmælum. . . .
En fátt hefi eg af skáldsögum. Eg
er ekki sólginn í að lesa þær.”
Hann átti orðið margar bækur
(scrap books), sem hann límdi í úr-
klippur úr blöðum; eru þær bækur
allstórar og yfir þrjátíu að tölu. í
þeim eru ýms ljóðmæli, stuttar sög-
ur, ritgerðir, og myndir, sem birzt
hafa í blöðum, bæði vestan hafs og
austan. Og í einni af þeim bókum
(ef ekki fleirum) eru frímerki af
mörgum tegundum. Hann hafði
mikið yndi af að útbúa þessar bæk-
ur og velja efnið í þær; og hefir mér
verið sagt, af mönnum, sem hafa séð
þær, að þær séu mjög merkilegar.
Hann mintist á þessar bækur í bréfi,
sem hann skrifaði mér þann 10. apr.
1927, og segir:
“Mér datt í hug að segja þér frá
dálitlu safni, sem eg á, sem sumum
ef til vill þykir ómerkilegt, en öðrum
máske nokkurs nýtt. Eins og þú
veizt, getur maður varla haldið sam-
an dagblöðunum. Og mér fanst það
ekki hægt, að halda Heimskringlu,
eða þeim blöðum, sem eg hef haft,
saman, en kvæðin vildi eg ekki eyði-
leggja. Eg hefi því klipt úr blöðum
þeim, sem eg hef haft, öll kvæði;
og svo hef eg sníkt mér öll kvæði,
sem eg hef getað, hjá kunningjum
mínum. Mun eg hafa byrjað að
safna kvæðum, þegar Jón ólafsson
var ritstjóri Heimskringlu. Og held
eg því áfram ennþá. Safn þetta er
nú orðið allstórt, og öll kvæðin límd
inn í bækur, og eru sumar þær bæk-
ur allstórar....f safni þessu kenn-
ir margra grasa. Þar eru sum af
kvæðum þeim, sem bezt hafa verið
ort, bæði austan og vestan hafs. —
Fyrst safnaði eg saman öllu, sem
sami höfundur hafði ort, og setti
svo höfundana niður rétt af handa
hófi. En í seinni tíð hef eg límt
kvæðin inn jafnóðum og eg hef feng-
ið þau, eða sama sem. Það var
þægilegra, og með því þurfti eg ekki
að geyma kvæðin lengi áður en eg
límdi þau í bók. f þessu safni á eg
kvæði, sem ekki eru prentuð í ljóð-
mælum St. G. St., Kr. St., Jóns
Trausta og fleiri.”
Og fram á síðustu stund hélt
Eyjólfur áfram að safna í þessar