Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 86

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 86
68 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA um á ýmsar bækur, sem í því voru. Hann las sumar þeirra vetur eftir vetur. Hann sendi mér einu sinni mynd af stofunni, sem bókasafn hans var í, og þar sem hann geymdi myndir af merkismönnum. Sýnir myndin af stofunni, að bókasafnið er all-stórt og vel frá því gengið. í þeii’ri stofu sátu þau Eyjólfur og Lukka (konan hans) á vetrar-kvöld- um við arineldinn; las þá Eyjólfur upphátt einhverja góða ból^, en Lukka vann að hannyrðum. í bóka- safni Eyjólfs voru margar afbragðs- góðar bækur, bæði enskar og íslenzk- ar; en það var eins og honum þætti einna vænst um Ijóðabækurnar, einkum ljóðmæli þeirra skálda, sem ort höfðu kvæði um dýrin og fugl- ana og hann vissi, að voru sannir dýravinir. Honum þótti líka mjög vænt um ýms fræðirit, einkum ef þau voru eftir íslendinga. í bréfi, sem dagsett er þann 14. okt. 1924, segir hann að þá séu í bókasafni sínu 1087 bækur í bandi og um 100 ó- bundnar. “Bókasafn mitt er mjög einhliða eins og flest söfn einstakl- inga eru oftast nær,” segir hann. “Þar er langflest af ljóðmælum. . . . En fátt hefi eg af skáldsögum. Eg er ekki sólginn í að lesa þær.” Hann átti orðið margar bækur (scrap books), sem hann límdi í úr- klippur úr blöðum; eru þær bækur allstórar og yfir þrjátíu að tölu. í þeim eru ýms ljóðmæli, stuttar sög- ur, ritgerðir, og myndir, sem birzt hafa í blöðum, bæði vestan hafs og austan. Og í einni af þeim bókum (ef ekki fleirum) eru frímerki af mörgum tegundum. Hann hafði mikið yndi af að útbúa þessar bæk- ur og velja efnið í þær; og hefir mér verið sagt, af mönnum, sem hafa séð þær, að þær séu mjög merkilegar. Hann mintist á þessar bækur í bréfi, sem hann skrifaði mér þann 10. apr. 1927, og segir: “Mér datt í hug að segja þér frá dálitlu safni, sem eg á, sem sumum ef til vill þykir ómerkilegt, en öðrum máske nokkurs nýtt. Eins og þú veizt, getur maður varla haldið sam- an dagblöðunum. Og mér fanst það ekki hægt, að halda Heimskringlu, eða þeim blöðum, sem eg hef haft, saman, en kvæðin vildi eg ekki eyði- leggja. Eg hefi því klipt úr blöðum þeim, sem eg hef haft, öll kvæði; og svo hef eg sníkt mér öll kvæði, sem eg hef getað, hjá kunningjum mínum. Mun eg hafa byrjað að safna kvæðum, þegar Jón ólafsson var ritstjóri Heimskringlu. Og held eg því áfram ennþá. Safn þetta er nú orðið allstórt, og öll kvæðin límd inn í bækur, og eru sumar þær bæk- ur allstórar....f safni þessu kenn- ir margra grasa. Þar eru sum af kvæðum þeim, sem bezt hafa verið ort, bæði austan og vestan hafs. — Fyrst safnaði eg saman öllu, sem sami höfundur hafði ort, og setti svo höfundana niður rétt af handa hófi. En í seinni tíð hef eg límt kvæðin inn jafnóðum og eg hef feng- ið þau, eða sama sem. Það var þægilegra, og með því þurfti eg ekki að geyma kvæðin lengi áður en eg límdi þau í bók. f þessu safni á eg kvæði, sem ekki eru prentuð í ljóð- mælum St. G. St., Kr. St., Jóns Trausta og fleiri.” Og fram á síðustu stund hélt Eyjólfur áfram að safna í þessar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.