Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 93

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 93
UM GIFTINGAR ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI 75 meiri og nánari kynni af innlendu fólki. Hvergi fjölgaði íslendingum eins ört á þessum árum og í Winnipeg, einkum eftir að vaxtarkippurinn mikli kom í bæinn 1881, þegar hann komst í járnbrautarsamband við Austurfylkin í Canada. Þá tók og giftingum íslenzkra kvenna og inn- lendra manna mjög að fjölga. Þóttu íslenzku stúlkurnar þá ekki æfinlega vandlátar, og lagðist sá orðrómur á þær, að þær tækju næstum að segja hverjum sem byðist, ef hann væri eitthvað annað en íslendingur. Vitan- lega hefir þetta verið orðum aukið; en víst er það, að um þetta leyti var stofnað til sumra þeirra hjónabanda, milli íslenzkra stúlkna og “enskra” manna, sem þóttu mjög illa fara; og var sumra þeirra lengi minst meðal íslendinga sem merkis um fljótfærni og glapræði. Það var þó langt frá því, að öll þessi blönduðu hjónabönd færu illa; margar íslenzkar konur giftust myndarlegum og mætum mönnum innlendum, og fóru hjóna- böndin vel. Á síðari helmingi þessa áratugs fara umgetningar um giftingar ís- lendinga að birtast í Heimskringlu og Lögbergi. Heimskringla var stofnuð árið 1886 og Lögberg ári síðar. Blandaðra giftinga er þó ekki getið í blöðunum, sem eflaust stafar af því að þær hafa langsjaldn- ast verið framkvæmdar af íslenzkum Prestum. Af giftingum þeim frá þessum áratug, sem eg hefi athugað er aðeins 10% blandaðar. Það er enginn vafi á því að þær hafi verið æði mikið fleiri; því að blönduðu giftingunum fjölgaði einmitt í Win- nipeg eftir 1880. Væri máske ekki fjarri sanni að ætla að þær hefðu verið nokkuð hærri yfirleitt heldur en á næsta tímabili á undan, eða hér um bil 20%. Ástæðan til þess að svo fárra er getið er sú, að íslenzku blöðunum hefir verið ókunnugt um margar þeirra, og ekki óhugsandi að þau hafi viljandi sneitt hjá að geta um sumar. Frá 1890 til 1900 er giftinga ís- lendinga stöðugt getið í blöðunum, en þó er mjög fárra blandaðra gift- inga á þessu tímabili minst í þeim. Og í landnámssöguköflunum er getið fjölda hjóna, sem hafa hlotið að giftast á þessu tímabili, en þar er giftingarársins aðeins mjög sjaldan getið; og þess vegna er oft ómögu- legt að vita hvaða ár hjónin hafa verið gift, þótt oft megi fara nokkuð nærri um það af ýmsu öðru sem um þau er sagt. Af tvö hundruð gift- ingum frá þessum áratug, sem eg hefi athugað, eru blönduðu gifting- arnar aðeins tæp 10%. Hér aftur er hlutfallið eflaust of lágt, en þó er líklegt að blönduðu giftingunum hafi farið fækkandi á þessum áratug, og má færa ýms rök fyrir því. Hinar eldri bygðir fslendinga voru nú orðnar albygðar og félagslíf í þeim komið í fast horf. Æfintýrabragur sá sem fyrst framan af hafði fylgt blönduðu giftingunum, var nú nokk- uð að þverra; enda hafði sumt af þeim hjúskap ekki tekist betur en svo, að sumum fanst, að til þess væru vond dæmi að varast þau. Stöð- ugir fólksflutningar frá íslandi inn í bygðir Vestur-íslendinga allan þennan áratug og nokkuð fram yfir aldamótin veittu nýjum straumi inn í félagslíf þeirra. Fyrsta kynslóðin, sem fædd var af íslenzkum for-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.