Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 93
UM GIFTINGAR ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI
75
meiri og nánari kynni af innlendu
fólki.
Hvergi fjölgaði íslendingum eins
ört á þessum árum og í Winnipeg,
einkum eftir að vaxtarkippurinn
mikli kom í bæinn 1881, þegar hann
komst í járnbrautarsamband við
Austurfylkin í Canada. Þá tók og
giftingum íslenzkra kvenna og inn-
lendra manna mjög að fjölga. Þóttu
íslenzku stúlkurnar þá ekki æfinlega
vandlátar, og lagðist sá orðrómur á
þær, að þær tækju næstum að segja
hverjum sem byðist, ef hann væri
eitthvað annað en íslendingur. Vitan-
lega hefir þetta verið orðum aukið;
en víst er það, að um þetta leyti var
stofnað til sumra þeirra hjónabanda,
milli íslenzkra stúlkna og “enskra”
manna, sem þóttu mjög illa fara; og
var sumra þeirra lengi minst meðal
íslendinga sem merkis um fljótfærni
og glapræði. Það var þó langt frá
því, að öll þessi blönduðu hjónabönd
færu illa; margar íslenzkar konur
giftust myndarlegum og mætum
mönnum innlendum, og fóru hjóna-
böndin vel.
Á síðari helmingi þessa áratugs
fara umgetningar um giftingar ís-
lendinga að birtast í Heimskringlu
og Lögbergi. Heimskringla var
stofnuð árið 1886 og Lögberg ári
síðar. Blandaðra giftinga er þó
ekki getið í blöðunum, sem eflaust
stafar af því að þær hafa langsjaldn-
ast verið framkvæmdar af íslenzkum
Prestum. Af giftingum þeim frá
þessum áratug, sem eg hefi athugað
er aðeins 10% blandaðar. Það er
enginn vafi á því að þær hafi verið
æði mikið fleiri; því að blönduðu
giftingunum fjölgaði einmitt í Win-
nipeg eftir 1880. Væri máske ekki
fjarri sanni að ætla að þær hefðu
verið nokkuð hærri yfirleitt heldur
en á næsta tímabili á undan, eða hér
um bil 20%. Ástæðan til þess að
svo fárra er getið er sú, að íslenzku
blöðunum hefir verið ókunnugt um
margar þeirra, og ekki óhugsandi
að þau hafi viljandi sneitt hjá að
geta um sumar.
Frá 1890 til 1900 er giftinga ís-
lendinga stöðugt getið í blöðunum,
en þó er mjög fárra blandaðra gift-
inga á þessu tímabili minst í þeim.
Og í landnámssöguköflunum er getið
fjölda hjóna, sem hafa hlotið að
giftast á þessu tímabili, en þar er
giftingarársins aðeins mjög sjaldan
getið; og þess vegna er oft ómögu-
legt að vita hvaða ár hjónin hafa
verið gift, þótt oft megi fara nokkuð
nærri um það af ýmsu öðru sem um
þau er sagt. Af tvö hundruð gift-
ingum frá þessum áratug, sem eg
hefi athugað, eru blönduðu gifting-
arnar aðeins tæp 10%. Hér aftur er
hlutfallið eflaust of lágt, en þó er
líklegt að blönduðu giftingunum hafi
farið fækkandi á þessum áratug, og
má færa ýms rök fyrir því. Hinar
eldri bygðir fslendinga voru nú
orðnar albygðar og félagslíf í þeim
komið í fast horf. Æfintýrabragur
sá sem fyrst framan af hafði fylgt
blönduðu giftingunum, var nú nokk-
uð að þverra; enda hafði sumt af
þeim hjúskap ekki tekist betur en
svo, að sumum fanst, að til þess
væru vond dæmi að varast þau. Stöð-
ugir fólksflutningar frá íslandi inn
í bygðir Vestur-íslendinga allan
þennan áratug og nokkuð fram yfir
aldamótin veittu nýjum straumi inn
í félagslíf þeirra. Fyrsta kynslóðin,
sem fædd var af íslenzkum for-