Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Side 96
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um, þar sem stéttaskipunin er á-
kveðnari, en þó er það svo föst venja
að það er t. d. sjaldgæft að dætur
ríkra manna giftist snauðum verka-
mönnum. Hitt skilyrðið er, að við-
kynning frá barnæsku eða skyldleiki
séu ekki of náin. Þó margar undan-
tekningar séu vitanlega frá því, er
það þó tíðast, að fólk, sem hefir
þekst frá barnsaldri giftist ekki
saman; og flestir hafa ýmugust á
giftingum skyldmenna. Þetta hvort
tveggja hefði stuðlað að hlutfalls-
lega hærri tölu giftinga innbyrðis
meðal Vestur-íslendinga, ef innflutn-
ingur fólks frá íslandi hefði haldist
líkur og hann var fyrir aldarfjórð-
ungi.
Þegar þá reynt er að fá heildar-
yfirlit yfir giftingar íslendinga hér
vestan hafs, frá því fyrst að þeir
byrjuðu að flytjast hingað og fram
á þennan dag, verður útkoman sú,
að tæpur þriðjungur hjónaband
anna, eða rúmlega 30%, munu vera
blönduð. Hvort þessi tala er hærri
en hjá öðrum þjóðflokkum, sem
standa að öðru leyti á svipuðu stigi
og íslendingar og búnir eru að vera
jafn lengi í landinu, er ekki unt að
segja, nema að samanburður væri
gerður; en líklegt er að svo sé ekki.
Það er líklegt að útkoman yrði nokk-
uð svipuð hjá öðrum skandínavisk-
um þjóðum t. d. Hitt er víst að á
meðal þjóða, sem eru ólíkari megin-
stofni hérlends fólks, engilsaxneska
stofninum, t. d. slafnesku þjóðflokk-
anna, yrðu blönduðu giftingarnar
færri. Sama er og að segja um þá
þjóðflokka, sem af trúarbragðaleg-
um ástæðum blandast ógjarnan öðr-
um félagslega, og þá enn síður hjú-
skaparlega, svo sem Mennonítar og
fleiri.
Fróðlegt er að athuga við hvaða
þjóðflokka hér í landi íslendingar
hafa helzt mægst. Það er auðvitað
öllum kunnugt að enskumælandi
þjóðirnar eru þar í yfirgnæfandi
meirihluta. Það stafar sjálfsagt mest
af því, að þær hafa verið lang mann-
flestar þar sem íslendingar hafa
búið. En svo hafa þær líka verið
skoðaðar sem “innlendar” þjóðir, af
því að aðalmál landsins er enska,
þótt fjöldi af enskumælandi fólki sé
hingað flutt frá brezku eyjunum
samtímis íslendingum og síðar. —
Aðrar þjóðir, eins og Norðmenn og
Svíar t. d., hafa verið útlendingar
alveg eins og íslendingar, og veldur
það eflaust nokkru um að íslending-
ar hafa yfirleitt lítið mægst við þá.
Það er oft ómögulegt að vita, hverr-
ar þjóðar sá eða sú er, sem íslenzk
kona eða íslenzkur maður hefir
gifst, þegar fara verður eftir gift-
ingarumgetningum blaðanna; því
að oft er aðeins tekið fram, að
hann eða hún sé “hérlend” eða
“ensk”, en það getur þýtt fjög-
ur eða fimm mismunandj þjóð-
erni. Það mun vera almenn skoðun,
að íslenzkar stúlkur, sem gifst hafa
öðrum en íslendingum, hafi einkum
valið sér Skota fyrir eiginmenn, og
getur vel verið að svo sé. Flestir
munu líta svo á að þetta stafi af því
að Skotar og íslendingar séu í mörgu
líkir. En sú skoðun er mjög hæpin.
Fyrst og fremst' er það áreiðanlegt,
að það fólk giftist ekki gjarnast
saman, er líkast er, heldur þvert á
móti. f öðru lagi eru Skotar og fs-
lendingar ekki eins líkar þjóðir og
skandinavisku þjóðirnar og fslend-