Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 105
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
87
ríki og öðlast viðurkenningu fyrir því. Hið fyrra er skilyrðið, hið síðara
svo að segja hin þjóðréttarlega staðfesting. Skilyrðinu er fullnægt: í
fyrsta lagi sögulega vegna þess að ísland til forna hafði eiginleika ríkis,
sem réttarlega séð aldrei hafa verið alveg afmáðir, í öðru lagi raunveru-
lega með því að ísland á vorum tímum hefir sjálft getað myndað sér
skipuiag, sem einkennir ríki. Þar sem ísland gjörir ekki kröfu til, að koma
fram gagnvart útlöndum öðruvísi en í sameiningu við Danmörku, þarf það
engrar viðurkenningar utan að, nema frá Danmörku, og sú viðurkenning
yrði nú látin í té.
En tilvera ríkis og fullveldi þarf ekki að fara saman. Ríki getur
gefið upp fullveldi sitt en þó verið ríki. Til eru ófullvalda ríki. Full-
veldi heimtar fullkominn sjálfsákvörðunarrétt inn á við og út á við. Þenn-
an rétt getur fullvalda ríki sjálft takmarkað án þess að missa fullveldi sitt,
en þá verður það sjálft að geta afnumið þá takmörkun síðar á eigin spýtur,
að minnsta kosti eftir ákveðinn tíma, eða jafnvel fyr. Með öðrum orðum:
fakmörkunin verður að hafa gjörst með þjóðréttarlegum samningi. En
hafi takmörkunin verið gjörð í sjálfri stjórnarskránni, með löggjöf, sem
annað ríki á þátt í, er einungis hægt að afnema hana á sama hátt og
sjálfa stjórnarskrána, og ef hún (stjórnarskráin) er þannig, að ríkið geti
ekki afnumið hana upp á eigin spýtur, er ríkið ekki lengur fullvalda. Þ
verða samningsrofin að byltingu, því þar með hefir ríkið yfirgefið grund-
völl réttarins. Fyrir byltingar gilda engm lagaskilyrði, og því er ekki hægt
að leggja vísindalegan dóm á þær. — Þetta hindrar það þó ekki að leggja
^aegi slíkan dóm á þann rétt, er verður til upp úr byltingu. Framkoma
Noregs árið 1905 er dæmi þess.
Ef ísland eftir hinum nýju lögum afnæmi á eigin spýtur takmarkanir
sjalfsákvörðunarréttar síns, sem það hefir lagt á sig með hinum nýju lög-
Urn, Þá gseti það ekki gjört það með því að bera fyrir sig fullveldi sitt, sem
Það sjálft að því leiti hefir gefið upp. Það mundi þýða: að taka fullveldið
aftur í sínar hendur með byltingu í staðinn fyrir að fara ríkisréttar eða
þjóðréttar leiðina. Skoðun Jellineks að sambönd geti einungis bygst á sátt-
^alum, þ. e. séu aðeins þjóðréttarleg sambönd, sem hægt sé að rjúfa
hvenær sem tækifæri gefst, tel eg ranga. Sambönd geta verið þannig —
emungis bygð á þjóðréttarlegum sáttmála; — en þegar sáttmáli hefir
^engið myndugleik laga eða stjórnarskrár bindandi fyrir báða aðilja, þá
er ekki hægt að afnema hann á annan hátt en þann, sem lögin sjálf ákveða.
■Pá er hann sem sé bindandi fyrir ríkið skilyrðislaust — svo framarlega sem
i’ikið ekki gangi á sinn eigin rétt og annara þ. e. yfirgefi grunvöll réttarins,
og er það ósamræmanlegt við fullveldi. Samband sem hvílir á lögum,
er með öðrum orðum ekki einungis þjóðréttar heldur einnig ríkisréttar-
samband.
Það eitt, að lög séu fyrir hendi, er ákveða stöðu eins ríkis gagnvart
óðru, þarf þó ekki endilega að hafa í för með sér uppgjöf fullveldis. Reynd-
ar er það að vissu leiti þannig, ef þau eru bindandi fyrir báða aðilja. Ef