Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Qupperneq 121
ÞJÓÐRÉTTARSTAÐA ÍSLANDS
103
Ráðunauturinn starfaði mikið og eftir ferð hans til Noregs hafði
íslenzka stjórnin umsjá með samningum við norsku stjórnina um lækkun
ákveðinna tolla. Annars vann hann samkvæmt fyrirskipuninni í ýmsum
löndum að því að efla íslenzk verzlunarsambönd og breiða út þekkingu á
íslandi erlendis.
Dönsku blöðin byrjuðu að tala um verk hans, og 4. febrúar 1910 var
einnig rætt um hann í danska Ríkisþinginu, þar sem einn ræðumaðurinn,
fyrverand' íorsætisráðherra N. Neergaard, taldi starfsemi ráðunautsins
grunsamlega, sem eftir sögn ýmsra blaða væri frekar pólitískur samninga-
maður en viðskiftaráðunautur.
í svari sínu tilkynti forsætisráðherra Zahle, að danska stjórnin hefði
þegar rannsakað málið. Hann las upp skrif frá utanríkisráðherra Erik
Scavenius til íslandsráðherra, þar sem þetta stendur m. a.: “Utanríkis-
ráðuneytinu er það fyllilega ljóst, að til þess að koma ýmsum íslenzkum
wálum á framfæri sé æskilegt að hafa íslenzkan ráðunaut í útlöndum; en
i'áðuneytið, er ber ábrygð á meðferð mála er snerta útlönd, verðnr nauð-
synlega að hafa vitneskju um, hvernig embættisstörfum ráðunautsins er
háttað og yfir hvað þau grípa. — Það væri æskilegt fyrir utanríkisráðu-
neytið, að fá upplýsingar frá stjórninni um þær fyrirskipanir, sem herra
Bjarna Jónssyni eru faldar; einnig mundi það óska eftir, að kynna hann
hlutaðeigandi sendiherrum og ræðismönnum erlendis. Ráðuneytið álítur
hað líka vera þýðingarmikið, að hinn nýi íslenzki ráðunautur sé opinberlega
^yntur, því með því yrði komist hjá misskilningi hér og erlendis á því, í
nvaða tilgangi hann er sendur.1)
Þarnæst tilkynti íslenzki ráðherrann, að það væri vegna vítaverðs
hirðuleysis, að skipunarbréf viðskiftaráðunautsins hefði ekki verið sent
utanríkisráðuneytinu en nú væri það gjört. Ráðherrann benti á, að', eins
°S sæist á skipunarbréfinu, lægi öll pólitísk starfsemi alveg utan við verka-
hring ráðunautsins.
Danska utanríkisráðuneytið kynti nú ráðunautinn, sem þar með var
opinberlega viðurkendur af Danmörku útlendum stjórnarvöldum. Meðan
uáðunauturinn dvaldist í Svíþjóð vorið 1910, hélt hann nokkra fyrirlestra,
aha ópólitíska í fullu samræmi við skipunarbréf sitt.2) Áðeins í deilum
Vlð sérstök dönsk blöð, sem höfðu ráðist á starfsemi hans, og aðallega á
Alþingi, fór hann inn á stjórnmál.
í byrjun ágúst 1914 hélt Guðmundur Björnsson landlæknir aðalmaður
fánanefndarinnar, ræðu á Alþingi um utanríkismál fslands í sambandi við
UDanske Folketingets Forhandlinger 1910-11 bls. 3465.
von™!^1 það í sænskum blöðum, báru ýmiskonar pólitískan lit. Tveir fyrirlestrar
h].,r, öaldnir í Upsala, annar I fundarsal háskólans og hinn í verzlunarfélaginu. Eg
taði á báða, þeir voru ópólitískir. (Acta Isl. Lundb., A, hluti 10, bls. 93).