Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 138
Eftir prófessor F. Stanton Cawley, Ph.D.
"Þó skal drekka þína skál,—
þó að nokkrir stikni; —
til að fita fjör og sál
færðu — sauðaþykni.’’
M. J.
Fyrir skömmum tíma flutti eg
fyrirlestur í “Phillips Brooks House”
í Cambridge.
Áheyrendur mínir voru félagar
“The American-Scandinavian For-
um”. Efni' fyrirlestursins var: —
“Mesta skáld Vesturheims: Stephan
G. Stephansson.”
Dr. Rögnvaldur Pétursson sýndi
mér þá góðvild að bjóða mér rúm
fyrir fyrirlesturinn í “Tímaritinu”.
En eg neyddist til að hafna þessu
boði sökum þess að framsetning mín
á efninu var sniðin með þeirri hlið-
sjón að áheyrendur mínir vissu bók-
staflega ekkert um þennan mann;
framsetningin var því alls kostar ó-
viðeigandi fyrir lesendur “Tíma-
ritsins”, sem að sjálfsögðu höfðu
verið knúðir til þess að kynna sér
Stephan og verk hans út í yztu æsar
— knúðir til þess af þjóðernislegu
stolti og þakklætistilfinningu; það
segir sig sjálft að íslendingar hafa
sannarlega ekkert tækifæri látið ó-
notað til þess að fræðast um líf og
starf skáldsins; þess höfðu áheyr-
endur mínir, því miður ekki átt kost;
það út af fyrir sig er ómögulegt
nema fyrir þá sem skilja málið er
hann orti ljóð sín á — málið sem
hæfir dómendur meðal samlanda
hans hafa notað þegar þeir lýstu
honum sem manni og skáldi. Allt
þetta á miklu dýpri rætur en sú
þekking og sá skilningur, sem því
einu fylgir að vera af sama kyn-
stofni og hann, eins og áheyrendur
mínir voru.
Þótt mér fyndist mikið til yfir-
burða minna að þessu leyti þegar eg
flutti fyrirlesturinn, þá finn eg samt
ennþá sárar til veikleika míns er eg
nú geri tilraun til að birta hug-
myndir mínar um Stephan G. fyrir
lesendum Tímaritsins, sem er mál-
gagn þess félags er eg tel mér virð-
ing að tilheyra. Eg finn til þess að
meðlimir félagsins standa betur að
vígi en eg að því leyti að þeir eru
sjálfir íslendingar eins og skáldið.
Það eitt skapar mér hugrekki að
mér finst mögulegt að samlöndum
Stephans þætti fróðlegt að vita um
skoðanir manns, sem ekki er af sama
bergi brotinn — manns, sem þrátt
fyrir það hefir að minsta kosti það
til síns ágætis að hann dáist djúpt að
skáldinu og hefir einlægan áhuga
fyrir þessu máli.
Þegar Stephan, í heimboði til ætt-
jarðar sinnar, fór sigurför um land-
ið voru honum flutt kvæði af hverju
skáldinu eftir annað, og eru þau
prentuð í einni heild í Schofield
safninu í bókhlöðu Harvard háskól-
ans, sem safnað var til af Kristjáni
Kristjánssyni.
Eg vona að enginn lesenda minna
ásaki mig um léttúð þótt eg hafi
valið erindi eftir jafningja Stephans,