Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Síða 143
MESTA SKÁLD VESTURHEIMS
125
Hver hafa orðið forlög foringjanna
Fáu, þeirra er ekki hafa brugðið
Friðarmæli sin, og vildu ei svíkja
Sannleikann í voða? Einn er myrtur,
Annar fyrir sama sök er gerður
Svivirðing í eigin hóp og dæmdur,
Yfirgefinn, rænulaus af raunum
Reikar nú sé þriðji um grafarbakkann.
Jafnvel sjálfur Rómverjinn, sem ríkir,
Rógsbræðrunum storkar: Sjáið manninn!*
Þessi' samlíking við krossfest-
ingu Krists er hliðstæð annari hjá
Goethe í kvæðinu “Faust”:
Þá fáu er kunnu þessa miklu ment,
Rr munarauð sinn kunna lítt að dylja,
Og vildu þekking skrílinn láta skilja,
•á krossi menn þá kvalið hafa og brent.
(Þýðing Bjama frá Vogi)*
Svenska skáldið Runeberg, sem
Stephan G. Stephansson líktist að
ymsu leyti, vegsamaði herdýrðina og
óeigingjarna ættjarðarást í kvæði
sínu: “Bróðir skýsins” (Molnets
Rroder).
Það er eftirtektavert hvernig
Stephan sniðgengur hann, og veg-
samar, sýnilega af ásettu ráði, hið
göfugra hugrekki þeirra, sem tala
Riáli friðarins og láta lífið fyrir
skoðun sína. Eins og Runeberg hafði
gert háðstælingu af kvæði Tegners,
“Karl XII.” í hinu óviðjafnanlega
skopkvæði “Konungurinn” með sama
bragarhætti, þannig yrkir Stephan
“Vopnahlé” með sama bragarhætti
°S “Molnets Broder.”
Útúrdúrinn um “Sveitapiltinn” í
Die wenigen, die was davon erkannt,
Hie töriclht gnug ihr volles Herz nicht
wahrten,
Hem Pöbel ihr Gefuehl, ihr Schauen
offenbarten,
Hat man von je gekreuzigt und verbrannt.
Vígslóða, bls. 31. er vísvitandi stæl-
ing af frásögn Runebergs um flæk-
inginn, sem dó fyrir föðurland sitt.
En hann segir sögu sveitapiltsins í
gagnólíkum tilgangi, þeim sem
Runeberg segir sögu flækingsins.
Svenska skáldið hefir lýst í hátíðleg-
um orðum þeirri tilfinningu, sem
felst í rómverska orðtækinu: “Dulce
et decorum est pro patria mori”; —
“Það er sætt og virðulegt að deyja
fyrir föðurlandið.”
Unnusta hinnar föllnu hetju mæl-
ir þau orð, sem skáldið sjálft velur
að einkunnarorðum alls kvæðisins:
“Eg fann það að lífinu ástin er æðri,
en ástinni sælla að deyja sem hann.”*
Stephan neitar þessu algerlega.
Fremra ættjarðarástinni telur hann
æðsta boðorð tilveru vorrar vera:
almenna mannást.
Guðmundur Friðjónsson harmar
það í ritgerð sinni um Stephan að
hann hafi neyðst til þess að eyða
mestum hluta æfi sinnar við lamandi
strit til þess að afla sér og sínum
daglegs brauðs og heldur hann því
fram að það hafi staðið honum fyrir
þrifum sem skáldi.
Séra Kjartan sagði mér að Steph-
an væri “útslitinn” eftir langa æfi
strits og erfiðleika. En er það ekki
mögulegt að einmitt þetta hafi leitt
það í ljós, veitt því framrás, sem
bezt var og mikilfenglegast í eðli
hans? Vér höfum hans eigin sögu-
sögn um það að hann vildi heldur
berjast fullri lífsbaráttu en njóta
áhyggjulausrar tilveru. Og víst er
það að sæla kvöldhvíldarinnar eftir
** Mer an leva, fann jag, var att alska,
mer an alska ar att dö sem denne.