Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 151
ÁTJÁNDA ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
133
langa ræðu, rifjaði upp minningar sín-
ar frá æskuárunum, fyrst á Islandi 'Og svo
úti í löndum og var ræðan bæði skýr og
skemtileg. Þá heyrir að geta í þessu sam-
bandi heimsóknar ríkisstjórans í Canada,
hans göfgi Tweedsmuir lávarður, til vor
á s. 1. hausti. Er það önnur heim-
sókn er ríkisstjóri Canada gerir Islending-
um sérstaklega. Hin fyrri var sú er Duf-
ferin lávarður gerði haustið 1877, eru því
uær 50 ár milli slíkra hedmsókna. Fyrir
tilmæli sambandsþingmanns dr. Josephs T.
Thorsons gekst stjórnarnefndin fyrir því
að boðað var til almenns fundar hér í bæ,
uteðal Islendinga, til þess að ræða um, og
skipuleggja móttöku þessa virðulega
gests sem sýna vildi þjóð vorri þenna sér-
staka sóma. Ekki varð frá öllu gengið á
einum fundi, svo aftur varð að boða til
funda og urðu fundirnir alls fjórir, áður
öllu var lokið. Urðu samtök hin beztu um
Þetta mál og mun það alment hafa verið
viðurkent að móttakan að öllu leyti hafi
orðið Islendingum til sóma.
Fjármál.
Erá fjárhag félagsins þarf eg ekki að
skýra. Leggur féhirðir fram prentaða
fjárhagsskýrslu er útbýtt verður meðal
fundarmanna. Eg skal aðeins geta þess
að félagið stendur efnalega allvel. Og yfir
Þetta komandi ár á það i vændum rifari
inntektir eftir Tímaritið en verið hafa á
undanförnum árum. Æltti því afkoman á
Þessu næstkomandi ári að verða með
Þetra móti. En svo þarf að vera. Eitt af
Því marga sem vinna þarf félaginu til
hagsbóta er að efla fjárhag þess. Með
bættum fjárhag getur það unnið margfalt
verk við það sem því auðnast að gera á
ári hverju. En svo skal ei meira sagt um
Það að þessu sinni.
Læt eg þá og líka hér staðar nema. —
Vísa eg svo þeim málum til yðar, sem
samkvæmt dagskránni liggja fyrir og
óska eg og vona að oss auðnist öllum að
ráða þeim svo til lykta að félagsskap
vorum verði til eflingar og þjóðflokki
vorum til gagns og nytsemdar.
Kögnv. Pétursson
Þökkuðu áheyrendur erindið með miklu
lófaklappi.
Forseti skýrði frá, að fyrst lægi fyrir
að kjósa kjörbéfanefnd. Tiliaga dr. Rich-
ards Beck, studd af hr. Páli Guðmunds-
syni, að fela forseta að skipa nefndina.
Samþykt. 1 nefndina voru skipaðir: R.
Beck, Páll Guðmundsson og Bergþór E.
Johnson.
Næst lá fyrir að kjósa dagsskrárnefnd.
Tillaga frá Guðmann Levy og Gunnbirni
Stefánssyni, að forseti skipaði nefndina
samþykt. Nefndi forseti þessa: Á. P.
Jóhannsson, Þorlák Þorfinnsson of Jón
J. Bíldfell.
Forseti æskti eftir skýrslum frá em-
bættismönnum. Ritari, Gísli Jónsson las
þá skýrslu sina, og var hún svohljóðandi:
Skýrsla ritara
Eg veit ekki hver fann upp á þvi að láta
ritara gefa skýrslu. Eg man ekki til þess
að það væri heimtað, þegar eg var skrifari
þessa félags, endur fyrir löngu, á æsku-
árum þess. Forseti gerir að sjálfsögðu
árlega grein fyrir störfum félagsins á
liðna árinu, 'og ymprar á löngunum þess og
fyrirætlunum í framtíðinni. Ritara er þar
af leiðandi ekkert eftir skilið, nema beina-
grindin, það er registur yfir fundarhöld
og bréfaskriftir.
Á þessu liðna ári hefir stjómarnefndin
haldið 16 venjulega nefndarfundi, þar sem
mál félagsins, þau er síðasta ársþing fól
henni til meðferðar, hafa verið rædd og
afgreidd, nauðsynlegir reikningar sam-
þyktir og ýms ný mál, er eigi voru fyrir
séð, á ein eður annan hátt meðhöndluð.
Ennfremur boðaði nefndin til og stóð fyr-
ir fjórum almennum fundum viðvíkjandi
heimsókn hans hágöfgi, Baron Tweeds-
muir, landstjóra Canada á síðatsliðnu
hausti. Var það að nokkru leyti fyrir
beiðni og tilhlutun sambandsþingmanns,
J. T. Thorson. Fór móttökuhátíð sú fram
í Gimli-bæ — öllum hlutaðeigedum til
hins mesta sóma, svo sem kunnugt er
orðið, og voru víst flestir nefndarmenn
þar viðstadidr.
Þá minnist ritari með sérstakri ánægju
ferðar, er hann og féhirðir fóru í um-
boði nefndarinnar, vestur til Elfros, í til-
efni af sjötugasta afmælisdegi skáldsins