Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1937, Page 162
144
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Fjórði liður samþyktur eftir tillögu J.
J. Bíldfells og Á. P. Jóhannssonar, á þann
hátt, að menn risu úr sætum.
titbreiðslumál.
B. E. Johnson las álit nefndarinnar í út-
breiðslumálinu.
Nefndarálit.
Nefndin álítur að útbreiðslumálið sé eitt
aðal mál Þjóðræknisfélagsins og leggur
ftil:
1. A. Að stjórnarnefndin geri gang-
skör að því eða styðji að stofnun deildar
yngra fólks í Winnipeg, þar sem leyfilegt
sé að nota enska tungu við fundarhöld, og
ef sú tilraun hepnast þá séu einnig sams-
konar tilraunir gerðar út um bygðir.
B. Nefndin leggur til að nefnd
sú er yngra fólkið kaus í þessu máli í
gærkvöldi sé beðin að vera milliþinganefnd
í þessu máli.
2. Að stjórnarnefndinni sé falið á
hendur að hafa tal af lestrarfélögum í
þeim bygðum og bæjum þar sem engar
deildir eru, með það í huga að þau lestr-
arfélög gerist deildir í aðalfélaginu.
3. Að þar sem stjórnarnefndin álítur
þörf eða nauðsyn til útbreiðslumála þá
sé henni heimilað að verja fé til slíks
eftir kringumstæðum.
4. Að þingið votti þeim mönnum úr
stjórnarnefndinni er hafa unnið að út-
breiðslumálum með ræðuhöldum, þakkir
fyrir það starf og einnig islenzku viku-
blöðunum sem altaf vinna að útbreiðslu-
málum meðal Islendinga.
Thorst. J. Gíslason
Bergthór Emil Johnson
Björn Eðvald Olson
Páll Guðmundsson
Philip M. Pétursson
Th. S. Thorsteinsson
Tillaga J. J. Bíldfells og Thorl. Thor-
finnssonar, að taka nefndarálitið fyrir
lið fyrir lið samþykt.
Fyrsti liður, A grein. Umræður: J. J.
Bíldfell. Tillaga Thorl. Thorfinnssonar og
Philips Johnsons að samþykkja. Samþykt.
B. grein. Tillaga S. V.ilhjálmssonar, studd
af mörgum, að samþykkja. Saniþykt.
Annar liður. Umræður: B. E. Johnson,
Sigm. Laxdal, J. J. Bíldfell. Tillaga Á.
Eggertssonar og Mrs. Byron að sam-
þékkja. Samþykt
Þriðji liður. Umræður: B. E. Johnson
og J. J. Bíldfell. Tillaga S. Vilhjálmsson-
ar og Ph. Johnson að samþykkja. Sam-
þykt.
Fjórði liður. Tillaga Á. Eggertssonar
og Mrs. Byron að samþykkja. Samþykt
Bókasafnsmál.
Nefndarálitið í bókasafnsmálinu var
lesið af Davíð Björnssyni.
Nefndin sem skipuð var í bókasafns-
málið leggur til:
1. Að bókasafn Þjóðræknisféiagsins
sé áfram undir umsjón deildarinnar
“Frón”, þar sem hún hefir komið safninu
í ágætt horf og fjölgað margfaldlega bók-
um félagsins, bæði með nýjum bókakaup-
um og heilum söfnum, sem gefin hafa
verið til félagsins.
2. Með því að bókasafninu hefir borist
fleiri eintök af sömu bókinni, leggur
nefndin til að samin verði skrá yfir þaer
bækur og þeim útbýtt til annara lestrar-
félaga innan Þjóðræknisfélagsins, ef þau
æskja eftir þvi.
3. Nefndin álítur að heldur lítið af
nýjum bókum bætist í safnið árlega og
leggur því til að Þjóðræknisfélagið leggi
fram dollar á móti dollar móti deildinni
“Frón” til bókakaupa á yfirstandandi ári.
4. Nefndin getur varla gengið svo frá
þessari skýrslu að hún votti ekki þakklæti
sitt til bæði stjómarnefndar “Fróns” og
bókaverði fyrir þeirra ágæta starf í þarf-
ir bókasafnsins á síðastliðnu ári.
Á Þjóðræknisþinginu 23. febr. 1937.
ö. Pétursson
Sigurrós Vídal
Davíð Björnsson
Tillaga Á. Eggertsonar og G. Árna-
sonar, að taka álitið lið fyrir lið. Samþ-
Fyrsti liður. Tillaga Á. Eggertsonar og
B. E. Johnsons, að samþykkja. Samþykt.
Annar liður. Umræður: Á. Eggertson
og öl Pétursson. Liðurinn samþyktur
samkvæmt tillögu Ph. Johnsons og S. Vil-
hjálmssonar með þeirri breytingu, að bætt