Hugur - 01.06.2008, Page 14
12
Geir Sigurðsson ræðir við Henry Rosemont Jr.
reyna langflestir að þætta hana inn í þá heimspekilegu orðræðu sem á sér stað í
heimspeki almennt. Og það er von mín að greinin „samanburðarheimspeki" eigi
sér enga framtíð, því ef upprennandi sérfræðingar í kínverskri heimspeki vanda
til verka verða kínversk heimspeki, indversk heimspeki, grísk heimspeki og svo
framvegis einfaldlega þættir í heimspekilegri arfleifð veraldarinnar í heild.
Vestrænir sérfræðingar í kinverskri heimspeki hafa deilt um pað hvers kyns vestræn
heimspeki sé heppilegust til að nálgast kinverska heimspeki. Chad Hansen beitir til
dæmis rökgreiningarheimspeki en aðrir nýta sér sjónarhorn meginlandsheimspeki.
Einn af pinum nánustu samstarfsmönnum, Roger Ames, hefur einblínt einkum á
samrýmanleika kínverskrar heimspeki og bandarískapragmatismans. Nálgastpú hana
sjálfurfrá tilteknum heimspekilegum sjónarhóli ípessum skilningi?
Sjálfur einbeiti ég mér jafnan að andstæðum fremur en sameiginlegum einkenn-
um. Það er full ástæða til að benda rökgreiningarhugsuðum á það hversu að-
ferðafræðilegar nálganir þeirra og forsendur eru menningarlega hlaðnar, enda
þótt annað kunni að virðast. Að mínum dómi er efniviður kínverskrar heimspeki
afar vel til þess fallinn að draga þetta fram í dagsljósið, einkum á sviðum siðfræði,
stjórnmálaheimspeki og trúarbragðaheimspeki. Upp að vissu marki tel ég að hið
sama gildi um fyrirbærafræði og meginlandshefðina, en bæði vegna þess að rök-
greiningin hefur verið mun sterkari í Bandaríkjunum og vegna þess ég er sjálfur
þjálfaður innan þeirrar hefðar hef ég öðru fremur leitast við að beita andstæðum
hennar og kínverskrar heimspeki til að varpa fram spegilmynd af rökgreiningar-
heimspekinni. Rannsóknir Rogers Ames þykja mér afar spennandi og ég tel mikið
gildi felast í þeim hliðstæðum sem hann finnur á milli bandaríska pragmatismans,
þá einkum heimspeki Johns Dewey, og kínverskrar heimspeki. Þetta er ekki síður
áhugavert í ljósi þess að bandaríski pragmatisminn virðist sækja mjög í sig veðrið
um þessar mundir, enda þótt nafnið sé kannski orðið nánast merkingarlaust þegar
jafn óh'kir hugsuðir og Quine og Rorty eru settir saman undir þann hatt. Það sem
ég vildi gjarnan sjá á þessu sviði eru auknar rannsóknir á George Herbert Mead
sem mig grunar að eigi jafnvel meira sameiginlegt með konfusískri hugsun en
Dewey. En til að koma aftur að spurningunni þá beiti ég sjálfur hugtakagrein-
ingum að hætti rökgreiningar og málspeki og tek þær mjög alvarlega. I grundvall-
aratriðum felst mín eigin aðferð í því að vinna með hugtakaklasa sem ég nota til
að draga fram andstæður mismunandi heimspekilegra nálgana.
Þegar leitað er að hliðstæðum í ólikum heimspekilegum menningarhefðum, líkt og
trúboðarnir íKina sem pú nefhdir áðan, erpá ekki sú hætta til staðar að maðurfinni
nánast alltafpað sem mannfýsir aðfinna?
Jú, vissulega, en hið sama gildir um andstæðurnar. Sumir trúboðar komust að
þeirri niðurstöðu að Kínverjarnir væru alveg eins og við og því væri vel hægt
að kristna þá. Aðrir voru á öndverðum meiði og sögðu þá verða fyrst að afneita
öllum kínverskum eiginleikum sínum svo þeir gætu orðið kristnir. Þetta var í