Hugur - 01.06.2008, Síða 19
Erindi Konfiistusar við samtímann
J7
hring okkar eftir því sem við tileinkum okkur fleiri og frábrugðnari hugtakaklasa.
Eg held til dæmis að það sé gagnlegt að nota orðin karma og dharma í vestrænum
tungumálum. Enginn reynir að þýða þessi orð lengur. Ég vona að kínversk orð
á borð við tian og ren muni jafnframt fljótlega taka sér bólfestu í alþjóðlegum
orðaforða siðfræðilegrar orðræðu.
Samkvæmt pessu virðist unnt að greina sérstakan hugtakaklasa sem lýsir, svo dæmi
sé tekið, siðferðilegri hugsun á Islandi til forna og birtist í Islendingasögunum. En ef
petta er hægt, erpá einhver leiðJyrir okkur að tengjastpessum heimi og efha til merk-
ingarbærrar samræðu við hann?
Ef ég spyrði réttu spurninganna geri ég ráð fyrir því að þín eigin þjálfim í vest-
rænni heimspeki og þekking á eigin tungumáli myndi gera þér kleift að útlista
fyrir mér hugtakaklasa siðferðis Islendingasagnanna. Kannski myndirðu ekki vilja
kalla það siðferði, en hvað sem því h'ður er tvímælalaust til ákveðinn orðaforði sem
fólk notaði til að lýsa, greina og meta hegðun hvers annars. Lykiflinn að þessu á
nútímaensku er orðið morals og því fylgja öll hin hugtökin sem við nefndum áðan,
freedom, liberty, public, private. A Englandi miðalda var það orðið honour og því
fylgdu alls kyns hugtök á borð við chivalry, soke, sake og fleiri. Á Indlandi er það
dharma, bæði fyrir hindúa og með eilítið öðrum hætti fyrir búddista líka. Fyrir
konfusíusarhyggju er það ren og li (siðir) og svo öll þau orð sem þeim tengjast.
Með alveg sama hætti er unnt að gera siðferðilegan veruleika íslendinga til forna
skiljanlegan. Það kann að krefjast nýyrða þar sem í vissum tilvikum er engin leið
að þýða upprunalega orðið og þá þarf einfaldlega að skýra fyrir fólki hvernig beri
að nota það.
Þannig að tilraun til að skilja fortíðina er á margan hátt sambærileg viðpað að skilja
framandi mennmgu?
Já, en þar þarf að skilja þær breytingar sem hafa orðið á orðunum í gegnum tíð-
ina.
Mig langar nú að víkja aðpólitiskum viðhorfum pínum. Þú hefur verið harður og að
sumra mati afar róttækur gagnrýnandi stjórnmála í Bandaríkjunum, einkum utan-
ríkisstefnu...
... en alls ekki síður innanríkismála.
A sama tíma hefur áherslapín innan kínverskrar heimspeki verið á konfúsíusarhyggju
sem ofterálitin thaldssöm heimspeki,jafnvel ákveðinJýlgispektarhugsun. Hafa stjórn-
leysistilhneigingar daóismans ekki meira að bjóðapér sem stjómmálagagnrýnanda?
I konfusíusarhyggju er líka að finna sterkar tilhneigingar til stjórnleysis, ekki síður
sterkar en í daóisma. Hvað sagði Konfusíus um hinn goðsagnakennda keisara