Hugur - 01.06.2008, Síða 23

Hugur - 01.06.2008, Síða 23
Erindi Konfusíusar við samtímann 21 flestir vestrænir heimspekiskólar telja sig blessunarlega lausa við. Asamt Tu Weiming, Herbert Fingarette og RogerAmes hefur pú jaflnan lagt áherslu á mikilvœgipessarar trúarlegu víddar. Gerir sú vídd ekki kröfu um að við verðum átrúendur, tökum trú á konfiísíusarhyggju, og erpaðpá ekki annmarki á heimspeki konfúsíusarhyggjunnar? Nei, það er alls ekki annmarki. Astæðan fyrir því að ég hef fengið jákvæð viðbrögð við umfjöllun minni um konfusíusarhyggju er einmitt sú að konfusíusarhyggja er ekki útilokandi. Þegar ég tala um mikilvægi hefðar og siða, mikilvægi háttprýði, þess að bera hag annarra fyrir brjósti, gegna hlutverkum sínum með merkingar- bærum hætti og leita uppfyllingar í þessu h'fi, þá er það ekki í mótsögn við það að vera kristinn, gyðingur, múslimi, hindúi, búddisti, rastafaríanisti eða bara hvað sem er. I þeim skilningi er vel unnt að tilheyra einhverjum þessara trúarbragða af fullri sannfæringu en samt taka kenningar konfusíusarhyggju mjög alvarlega. Konfusíus talar vissulega um helgiathafnir eða siði en það má einfaldlega skilja sem helgiathafnir og siði eigin menningarhefðar. Það eru vissar kínverskar helgiathafnir sem við rækjum einfaldlega ekki og aðrar sem við rækjum sem Konfusíusi fyndist tvímælalaust stórfúrðulegar. Hér er því ekkert sem útilokar aðra trú. Annað sem styður þetta er að konfúsíusarhyggja felur ekki í sér kreddur sem við þurfúm að fallast á. Rætt er um mikilvægi hefðar og siða og það geta allir sem tilheyra kristni, gyðingdómi eða íslam vel skilið og fallist á. Hvaðpá um trúleysingja? Margir trúleysingjar hafa einnig hefðir í heiðri, sem til dæmis tengjast forfeðrum. Ef William Godwin og Mary Wollstonecraft eiga sér afkomendur í dag eru þeir eflaust stoltir stjórnleysingjar og trúleysingjar. En þarna eru Hka siðir og helgi- athafnir. Hvað varðar tilvitnun þína í Cantwell Smith þá eru þessar spurningar um trúarbrögð þáttur í vestrænni trúarbragðafræði sem á rætur sínar að rekja til jesú- íta og miðaðist því ávallt við kristni sem fyrirmynd trúarbragðanna. Samkvæmt þessu snerist nánast allt um það hversu mikið eða h'tið hin eða þessi trúarbrögð líkjast kristni, hvort sem um er að ræða pygmía á gresjum Afríku, konfúsíusar- hyggjumenn, advaita vedanta á Indlandi og allt þar á milli. Þessi tilhneiging er enn til staðar, enda þótt nokkuð hafi dregið úr henni. Hvað sem því h'ður hefur konfúsíusarhyggja líklega fleiri einkenni sem eru frábrugðin kristni en h'k henni. Ef einblínt er á muninn á þessum heimi og yfirskilvitlegum heimi og ekki á það hvernig finna megi merkingu í þessu lífi þá eiga kristni og konfúsíusarhyggja ekk- ert sameiginlegt. Við Roger Ames erum á einu máH um það að yfirskilvideiki sé ekki til staðar í kínverskri hugsun og að það sé ekki bara tímasóun að leita að sh'ku heldur leiði það okkur á villigötur og komi í veg fyrir skilning okkar á konfúsískri hugsun. Allt á sér þar stað innan þessa heims, jafnvel það sem Kínverjar kalla „anda“ og enginn yfirskilvidegur guð er þar á ferðinni. Svo lengi sem áhersla er lögð á það að skapa merkingu innan þessa heims er konfúsíusarhyggjan í algerum samhljómi við önnur trúarbrögð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.