Hugur - 01.06.2008, Síða 28

Hugur - 01.06.2008, Síða 28
2Ó Roger T. Ames við það að orðræðurnar eru margar og mismunandi. Með þessum hætti beinist athygli okkar að mikilvægi hins staðbundna. Þótt orðið „hnattrænt" gefi til kynna heild getur það eftir sem áður dregið fram í dagsljósið þann grundvallarveruhátt allra hluta og viðburða að vera staðbundnir. Ekki er unnt að öðlast skilning á hnattvæðingu í hinni síðari merkingu út frá almannaviðhorfs- og algildishugsun sem eltist við sameiginleg gildi eða stofnanir um allan heim. Þess í stað þarf að taka mið af staðbundnum fyrirbærum sem skerptum áherslupunktum en það merkir að þótt hlutlæg vera þeirra sé fyllilega staðbundin geta áhrif þeirra ávallt einnig verið hnattræn. Sé litið á hlutina frá þessum sjónarhóli er ekki hægt að leiða hjá sér grund- vallarstaðreyndir annarleikans og mismunarins. Tjáning mismunar leiðir okkur óhjákvæmilega frá algildistilhneigingum og til þess að setja heldur fram skap- andi og vitsmunalegar andstæður. Fram til þessa var mismuni gert að taka sér sæti í bakgrunni samræðna og sameiginlegt svipmót var álitið kjarni málsins. Á eftirmenningarlegu eða fjölmenningarlegu skeiði okkar er þessum gagnstæðum snúið á haus - nú er litið svo á að mismunurinn sé ríkjandi. I jákvæðustu útfærslu sinni er mismunurinn tákn umburðarlyndis, aðlögunar og virðingar. Skilningur á hnattvæðingu sem möguleika á fjölmenningarlegri innsýn, þar sem staðbundin eða skerpt einkenni lífsforma eru sett í forgrunn, hjálpar okkur að sneiða hjá hugmyndafræði sem boðar yfirvofandi átök siðmenninga heims. Sh'kar forspár byggja á skilningi á hnattvæðingu sem felur annað hvort í sér átök á milli gagnstæðra algildisstaðhæfinga eða viðnám afmarkaðrar menningar gegn shkum staðhæfingum. Dæmi um hið fyrra eru átökin sem eiga sér stað milli „vestrænnar" og íslamskrar hugmyndafræði. Kínversk viðbrögð við ógn allsherjar vesturlanda- væðingar eru dæmi um hið síðara. Áherslan á staðbundin menningarmót stuðlar að smáskammta- fremur en ahsherjarnálgun í menningarpóhtík. I stuttu máh má greina tvær óbkar myndir sem menningarpóhtíkin tekur á sig. Hin fyrri er auðkennanlegust sem ferli nútímavæðingar sem kyndir undir rökvædd stjórnmál, hagkerfi og tækni - allt undir formerkjum hins röklega og siðræna almannaviðhorfs sem á rætur að rekja til vestrænu upplýsingarinnar. Hin síðari mynd hnattvæðingar felur í sér að gengist sé við því að unnt sé að öðlast innsýn í fjölmenningarleg form og ferli sem leiðir til þess að málum sé miðlað með tilliti til hvers viðfangsefnis og á forsendum hvers staðar með það að augna- miði að leysa úr tilteknum vandamálum. Hnattvœðing ogfagleg heimspeki Innan faglegrar heimspeki er spennan miUi þessara tveggja hátta „hnattvæðingar" gamalt vín á nýjum belgjum. Um langt skeið hefúr vestræn heimspeki, þ.e. nánast alfarið evrópsk heimspeki, markað megininntak námsefnis æðri menntastofnana hvarvetna í heiminum. Þetta gildir ekki síður um Beijing, Tókýó, Seoul og Delhí en Boston, Oxford, Frankfúrt og París. Innlendar asískar og amerískar heim- spekistefnur kunna að hafa verið hunsaðar erlendis en þær hafa ekki síður þurft
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.