Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 28
2Ó
Roger T. Ames
við það að orðræðurnar eru margar og mismunandi. Með þessum hætti beinist
athygli okkar að mikilvægi hins staðbundna.
Þótt orðið „hnattrænt" gefi til kynna heild getur það eftir sem áður dregið fram
í dagsljósið þann grundvallarveruhátt allra hluta og viðburða að vera staðbundnir.
Ekki er unnt að öðlast skilning á hnattvæðingu í hinni síðari merkingu út frá
almannaviðhorfs- og algildishugsun sem eltist við sameiginleg gildi eða stofnanir
um allan heim. Þess í stað þarf að taka mið af staðbundnum fyrirbærum sem
skerptum áherslupunktum en það merkir að þótt hlutlæg vera þeirra sé fyllilega
staðbundin geta áhrif þeirra ávallt einnig verið hnattræn.
Sé litið á hlutina frá þessum sjónarhóli er ekki hægt að leiða hjá sér grund-
vallarstaðreyndir annarleikans og mismunarins. Tjáning mismunar leiðir okkur
óhjákvæmilega frá algildistilhneigingum og til þess að setja heldur fram skap-
andi og vitsmunalegar andstæður. Fram til þessa var mismuni gert að taka sér
sæti í bakgrunni samræðna og sameiginlegt svipmót var álitið kjarni málsins. Á
eftirmenningarlegu eða fjölmenningarlegu skeiði okkar er þessum gagnstæðum
snúið á haus - nú er litið svo á að mismunurinn sé ríkjandi. I jákvæðustu útfærslu
sinni er mismunurinn tákn umburðarlyndis, aðlögunar og virðingar.
Skilningur á hnattvæðingu sem möguleika á fjölmenningarlegri innsýn, þar
sem staðbundin eða skerpt einkenni lífsforma eru sett í forgrunn, hjálpar okkur að
sneiða hjá hugmyndafræði sem boðar yfirvofandi átök siðmenninga heims. Sh'kar
forspár byggja á skilningi á hnattvæðingu sem felur annað hvort í sér átök á milli
gagnstæðra algildisstaðhæfinga eða viðnám afmarkaðrar menningar gegn shkum
staðhæfingum. Dæmi um hið fyrra eru átökin sem eiga sér stað milli „vestrænnar"
og íslamskrar hugmyndafræði. Kínversk viðbrögð við ógn allsherjar vesturlanda-
væðingar eru dæmi um hið síðara. Áherslan á staðbundin menningarmót stuðlar
að smáskammta- fremur en ahsherjarnálgun í menningarpóhtík.
I stuttu máh má greina tvær óbkar myndir sem menningarpóhtíkin tekur á
sig. Hin fyrri er auðkennanlegust sem ferli nútímavæðingar sem kyndir undir
rökvædd stjórnmál, hagkerfi og tækni - allt undir formerkjum hins röklega og
siðræna almannaviðhorfs sem á rætur að rekja til vestrænu upplýsingarinnar. Hin
síðari mynd hnattvæðingar felur í sér að gengist sé við því að unnt sé að öðlast
innsýn í fjölmenningarleg form og ferli sem leiðir til þess að málum sé miðlað
með tilliti til hvers viðfangsefnis og á forsendum hvers staðar með það að augna-
miði að leysa úr tilteknum vandamálum.
Hnattvœðing ogfagleg heimspeki
Innan faglegrar heimspeki er spennan miUi þessara tveggja hátta „hnattvæðingar"
gamalt vín á nýjum belgjum. Um langt skeið hefúr vestræn heimspeki, þ.e. nánast
alfarið evrópsk heimspeki, markað megininntak námsefnis æðri menntastofnana
hvarvetna í heiminum. Þetta gildir ekki síður um Beijing, Tókýó, Seoul og Delhí
en Boston, Oxford, Frankfúrt og París. Innlendar asískar og amerískar heim-
spekistefnur kunna að hafa verið hunsaðar erlendis en þær hafa ekki síður þurft