Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 33

Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 33
Heimhvörf hnattvæðingar og uppstreymi menninga 3i stofnunum okkar. Á meðal lykilhlutverka heimspekinga er að bera kennsl á og lýsa almennum þáttum mannlegrar reynslu til að geta staðsett vandamál í víð- asta mögulegu samhengi. Og þessi ákveðnu almennu einkenni eru afar mismun- andi þegar við færum okkur frá einu menningarsvæði og tímaskeiði til annars. Heimspekingar hafa þeirri skyldu að gegna að grafast fyrir um og skilja þær ólíku forsendur sem aðgreina menningarheima til að koma í veg fyrir menningarlega smættarhyggju og þær ranghugmyndir sem sh'k þjóðhverfa veldur. Áhugaleysi heimspekinga um túlkun kínverskrar heimspeki hefur því verið dýrkeypt. Það er nú almennt viðurkennt að í viðleitni vestrænna húmanista til að skýra klass- íska kínverska heimspeki hafi ýmsar vestrænar grundvallarhugmyndir slæðst inn í skilninginn á þessum textum og litað þann orðaforða sem notaður er til að tjá þennan skilning. Kínversk heimspeki var fyrst kynnt fyrir vestrænum lesendum með því að „kristna" hana og á síðari tímum með því að „austurlandavæða“ hana og staðsetja hana innan ljóðrænnar, dulhyggjukenndrar og dulspekilegrar heims- sýnar. I flestum amerískum bókaverslunum eru klassísk verk kínverskrar heim- speki yfirleitt höfð á meðal bibh'a og nýaldarbókmennta og þeim þá raðað undir „asísk trúarbrögð" — ef þeim er þá yfirleitt skipað í einhvern flokk. Að því leyti sem vestræn heimspeki hefur sýnt kínverskri heimspeki einhvern áhuga hefur hún jafnan verið greind innan ramma hugtaka og heimspekilegra vandamála sem eru ekki hennar eigin. Textar sem ýmist hafa verið aðgengilegir en fundist í nýjum útgáfum eða verið uppgötvaðir eftir að hafa verið glataðir í langan tíma, hafa gefið tilefni til að þýða ýmis klassísk rit upp á nýtt. Þetta hefur gefið heimspekingum bæði tilefni og tækifæri til að taka á sig rögg og endurhugsa staðlaðan skilning sinn á þessum ritum. Ekki síst ber að líta á þetta sem áskorun um að láta reyna á ímyndunaraflið og mæta þessum textum á eigin forsendum og túlka þá innan eigin heimssýnar. I þessu samhengi má einnig benda á að Kínafræðingar eru í auknum mæli að átta sig á þeirri þörf að efna til samstarfs um þýðingarverkefni. Þessi þróun hefur líklega verið einna mest áberandi í þýðingum á svoköhuðum heimspekilegum textum. Þótt sérfræðikunnátta 1' kínversku máh og menningu sé vissulega nauð- synleg forsenda til að þýðing á klassískum kínverskum heimspekitexta á vestræn tungumál verði viðunandi, krefst shk þýðing ekki síður skilnings á þeirri vestrænu heimspekilegu orðræðu sem hggur til grundvallar því máh sem þýtt er á. Orðaforðinn sem smám saman hefur verið staðlaður á liðnum öldum fyrir þýð- ingar klassískra kínverskra texta á vestræn tungumál hefur hðið fyrir einhhða ætlunarverk kristinna trúboða. Áhrif „kristnunar" kínverskra texta eru svo sann- arlega enn til staðar. Mikih fjöldi dæma er til um verulega óviðeigandi orðalag sem orðið hefur að stöðluðu jafngildi í þeim kínversk-ensku orðabókum sem við notum til að varðveita skilning okkar á kínverskri menningu: „Vegurinn (dao M.T, „Himinninn (tian jfy)“,„réttsýni (yi ý^)“,„góðvild (ren fZ)“, „helgiathafnir (li jbý, „dygð (de ífl)“ og svo framvegis. Margir Kínafræðingar sem fást við þýðingar á klassískum kínverskum textum horfast nú í augu við það að þörf sé á fylha safni merkingarfræðilegra neta til að þýða þessa heimspekitexta og hafa um leið gert
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.