Hugur - 01.06.2008, Síða 36

Hugur - 01.06.2008, Síða 36
34 Roger T. Ames tryggja á með því að öðlast hlutlæga þekkingu. Það sem Dewey var vanur að kenna við „meginvillu heimspekinnar" beindist einmitt að þessu úrlausnarefni og var tilefni gagnrýni hans á jafnt hug- sem hluthyggju: Hér er gengið út frá því að það sem leiðir af ferlinu sé þegar fyrir hendi áður en það hefst. Allt frá sínum yngri árum var Dewey þeirrar skoðunar að sú handvömm að sniðganga þær hliðar reynslunnar, sem varða sögulega framvindu og samhengi hennar, væri „umfangs- mesta villa heimspekilegrar hugsunar". Hann taldi hinn aðferðafræðilega vanda felast í því að „sértaka tiltekinn eiginleika h'fverunnar sem ljær henni merkingu og setja hann síðan fram sem algildan"; og síðan sé þessi eiginleiki dýrkaður „eins og hann væri orsök og grundvöllur veruleikans í heild og allrar þekkingar“." Andstætt þessu beinist meginstefna þeirrar samræmisheimsfræði sem við setj- um í samband við ferlaspeki í átt til stöðugrar „aflokunar": Hér koma til sögunnar viðfangsefni á borð við listræna lífsleikni, ábatasama samstiflingu og það hvernig tryggja ber jafnvægi og stöðugleika með sífelldri sjálfsköpun til að gera sig að manneskju í fyllsta skilningi þess orðs. Það er skapandi togstreita í þeirri sam- virkni sem fram fer milli náttúruhyggjusinnaðrar nauðhyggju, þar sem maðurinn er mótaður af heiminum, og þjálfaðs viðbragðs sem maður skapar heiminn út frá. Það er með öðrum orðum togstreita milli hinna náttúrulegu, félagslegu og menningarlegu afla í umhverfi okkar og hins skapandi framlags sem við leggjum til samhengisins sem við hrærumst innan. Frá sjónarhóli þess verkefnis sem hér er tekist á hendur er einn athyglisverðasti fylgifiskur þess að beita auknum orðaforða ferlaspekinnar sá, að áhrifin af þörfinni fyrir betri skilning á asískum sjónarmiðum eru í raun gagnvirk. Meðan sá orða- forði sem tjáir ferlaspekina leiðir til stöðugt frjórri túlkana á Kína til forna opna þessar útleggingar á kínverskum forntextum á grundvelli ferla okkur um leið nýja sýn á vestræn sjónarmið okkar sjálfra. Þannig hefur verið tekið til við að setja fram nýjar og vitrænni túlkanir á þáttum í menningarlegum sjálfsskilningi okkar sem áður voru sniðgengnir eða misskildir." Sú ánægjulega niðurstaða sem vænta má af þessari framvindu er að tímaskeið- inu þar sem heimspeki og heimspekileg hugsun hafa verið talin einskorðast að langmestu við Vesturlönd er nú að ljúka. Böðvar Yngvi Jakobsson og Geir Sigurðsson pýddu n John Dewey, Ihe Early Works of John Dewey, i. bindi 1892-1898 (Carbondale: Southern Illinois University Press, 1975), s. 162. Sjá einnig umfjöllun um sögu, þróun og samhengi hugmyndarinnar um „meginvillu heimspekinnar“ hjá J.E. Tiles, Dewey: The Argnments of the Philosophers Series (London: Routledge, 1988), s. 19-24. 12 Til dæmis hafa ýmsir þættir innan meginstraums ameríska pragmatismans, sem hingað til hefur verið reynt að skilja á forsendum verundar- og rökgreiningarhugsunar, verið að öðlast mikilvægar nýjar túlkanir með vísun til orðaforða ferlaspekinnar sem liefur endurnýjast fyrir tilstilli ldn- verskra fornrita. Hér má til dæmis nefna rit eftir Joseph Grange, John Dewey, Confucius, and Global Phi/osophy (Albany: SUNY Press, 2004) og Robert Cummings Neville, Boston Confucian- ism: Portable Tradition in the Late-Modem World (Albany: SUNY Press, 2000).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.