Hugur - 01.06.2008, Side 39

Hugur - 01.06.2008, Side 39
37 Ferlisfræði ö/dungsins og aðgerðalausar athafnir ritskýringum, sem gefa mynd af því hvaða skilningur var lagður í verkið. Nokkur munur er á frumtextanum á milli útgáfa sem stafar af misritun tákna, síðari tíma „leiðréttingum" og hræringi í uppröðun enda voru elstu útgáfurnar skrifaðar á bambusræmur sem stundum losnuðu í sundur og þá gat röðin farið úr skorðum. Elstu útgáfurnar eru kenndar við „Wang Bi“ sem uppi var á árunum 226-249 e.Kr. og „Heshang Gong“ sem er þjóðsagnakennd persóna (nafnið táknar „Herramað- urinn á fljótinu", frá síðari hluta Han-tímans (Vestur-Han, 25-200 e.Kr.). Wang Bi-útgáfan hefur í gegnum tíðina verið mun vinsælh og er hún lögð til grundvaUar flestum nútímaútgáfum verksins og þýðingum á erlendar tungur, enda gefur hún besta mynd af því hvernig verkið hefur lengst af verið túlkað af Kínverjum sjálfum. Tvö eldri handrit fundust árið 1973 í gröf frá Han-tímabilinu. Fundur þeirra varpaði ljósi á þróun verksins. Tekist hefur að aldursgreina texta þeirra á grund- velli rithefðar Han-tímabilsins og er annað þeirra frá því fýrir árið 195 f.Kr. og hitt frá því fyrir 180 f.Kr. Umtalsverður munur er á þessum eldri útgáfum og þeim sem áður voru þekktar. Það er þó enginn grundvallarmunur í boðskap bókarinnar og fundur þeirra gefur ekki tilefni til heimspekilegrar endurskoðunar á hefðbund- inni túlkun. Hefð er fyrir því að skipta Bókinni um veginn í tvo hluta og er heiti verksins á kínversku, Dao de jing Tao te ching skv. eldri umritun) dregið af fyrstu orðunum í fyrri og síðari hluta verksins eins og algengt var fyrr á öldum í Kína. Eins einfalt og þetta hljómar, þá hefur tæpast nokkurt bókarheiti boðið upp á jafnfjölbreytta túlkun. Lokatáknið „jing“ (ff) hefur merkinguna „rit“ eða „bók“ og í nútímakínversku hafa orðin „dao“ og „de“ fengið merkinguna siðgæði þegar þau standa saman, sem er svipuð merking og „de“ hefur eitt og sér. En í Bókinni um veginn eru „dao“ og „de“ óumdeilanlega tvö orð sem standa fyrir grunnhugtök í daoismanum. I flestum þýðingum er „de“ sleppt úr titli ritsins en fullt heiti þess ætti annars að vera „Bókin um veginn og siðgæðið", „Bókin um ferlið og dyggð- ina“ eða „Siðgæðisritning" svo nokkrir möguleikar séu nefndir. Eftirfarandi er lausleg umfjöllun um nokkur grunnhugtök Bókarinnar um veg- inn og fleiri atriði sem vert er að hafa í huga við lestur þessa merka rits. Ferlið - jM Meginhugmynd Bókarinnar um veginn og lykiflinn að heimspeki daoista felst í hugtakinu „dao“ (jií)- Upphafleg merking „dao“ er „vegur“ og hefur sú merking haldist frá fornkínversku inn í nútímamál. Orðið fékk fljótlega ýmsar yfirfærðar merkingar á borð við „leið“, „stjórnmálastefna", „kenning", ,,-ismi“, „stjórnsýslu- aðferð", „starfsferill" eða „atvinnugrein", „ferli“, „grundvallarregla" eða „lögmál“, auk þess sem það er notað sem sögn með merkinguna „að tala“, „segja frá“ eða „lýsa“. Notkun orðsins var síður en svo bundin við daoista, heldur notuðu allir helstu hugmyndaskólar Kína til forna „dao“ yfir eigin stefnu. „Dao“ var tískuorð á mótunartíma daoismans sem hafði hæfilega opna og óljósa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.