Hugur - 01.06.2008, Page 39
37
Ferlisfræði ö/dungsins og aðgerðalausar athafnir
ritskýringum, sem gefa mynd af því hvaða skilningur var lagður í verkið. Nokkur
munur er á frumtextanum á milli útgáfa sem stafar af misritun tákna, síðari tíma
„leiðréttingum" og hræringi í uppröðun enda voru elstu útgáfurnar skrifaðar á
bambusræmur sem stundum losnuðu í sundur og þá gat röðin farið úr skorðum.
Elstu útgáfurnar eru kenndar við „Wang Bi“ sem uppi var á árunum 226-249 e.Kr.
og „Heshang Gong“ sem er þjóðsagnakennd persóna (nafnið táknar „Herramað-
urinn á fljótinu", frá síðari hluta Han-tímans (Vestur-Han, 25-200
e.Kr.). Wang Bi-útgáfan hefur í gegnum tíðina verið mun vinsælh og er hún lögð
til grundvaUar flestum nútímaútgáfum verksins og þýðingum á erlendar tungur,
enda gefur hún besta mynd af því hvernig verkið hefur lengst af verið túlkað af
Kínverjum sjálfum.
Tvö eldri handrit fundust árið 1973 í gröf frá Han-tímabilinu. Fundur þeirra
varpaði ljósi á þróun verksins. Tekist hefur að aldursgreina texta þeirra á grund-
velli rithefðar Han-tímabilsins og er annað þeirra frá því fýrir árið 195 f.Kr. og hitt
frá því fyrir 180 f.Kr. Umtalsverður munur er á þessum eldri útgáfum og þeim sem
áður voru þekktar. Það er þó enginn grundvallarmunur í boðskap bókarinnar og
fundur þeirra gefur ekki tilefni til heimspekilegrar endurskoðunar á hefðbund-
inni túlkun.
Hefð er fyrir því að skipta Bókinni um veginn í tvo hluta og er heiti verksins á
kínversku, Dao de jing Tao te ching skv. eldri umritun) dregið af fyrstu
orðunum í fyrri og síðari hluta verksins eins og algengt var fyrr á öldum í Kína.
Eins einfalt og þetta hljómar, þá hefur tæpast nokkurt bókarheiti boðið upp á
jafnfjölbreytta túlkun. Lokatáknið „jing“ (ff) hefur merkinguna „rit“ eða „bók“
og í nútímakínversku hafa orðin „dao“ og „de“ fengið merkinguna siðgæði þegar
þau standa saman, sem er svipuð merking og „de“ hefur eitt og sér. En í Bókinni
um veginn eru „dao“ og „de“ óumdeilanlega tvö orð sem standa fyrir grunnhugtök
í daoismanum. I flestum þýðingum er „de“ sleppt úr titli ritsins en fullt heiti þess
ætti annars að vera „Bókin um veginn og siðgæðið", „Bókin um ferlið og dyggð-
ina“ eða „Siðgæðisritning" svo nokkrir möguleikar séu nefndir.
Eftirfarandi er lausleg umfjöllun um nokkur grunnhugtök Bókarinnar um veg-
inn og fleiri atriði sem vert er að hafa í huga við lestur þessa merka rits.
Ferlið - jM
Meginhugmynd Bókarinnar um veginn og lykiflinn að heimspeki daoista felst í
hugtakinu „dao“ (jií)- Upphafleg merking „dao“ er „vegur“ og hefur sú merking
haldist frá fornkínversku inn í nútímamál. Orðið fékk fljótlega ýmsar yfirfærðar
merkingar á borð við „leið“, „stjórnmálastefna", „kenning", ,,-ismi“, „stjórnsýslu-
aðferð", „starfsferill" eða „atvinnugrein", „ferli“, „grundvallarregla" eða „lögmál“,
auk þess sem það er notað sem sögn með merkinguna „að tala“, „segja frá“ eða
„lýsa“. Notkun orðsins var síður en svo bundin við daoista, heldur notuðu allir
helstu hugmyndaskólar Kína til forna „dao“ yfir eigin stefnu.
„Dao“ var tískuorð á mótunartíma daoismans sem hafði hæfilega opna og óljósa