Hugur - 01.06.2008, Side 75

Hugur - 01.06.2008, Side 75
Stokkar og steinar Platons 73 [Sókrates:] Og þekkjum við þetta líka, hvað þetta er?'9 - [Simmías:] Öldungis. Hér er átt við það að þeir þekki hið jafna sjálft, viti hvað það er. Eftir samhenginu að dæma er líklegast að þeir hafi í huga það sem fallist hefur verið á, þ.e. að hið jafna sjálft sé jafnt. Sókrates spyr hvort þeir í raun og veru viti að hið jafna sjálft sé jafnt. Alltént er erfitt að sjá hvað annað þeir hafa í huga. Simmías svarar og segir að þeir geri það. Nú mætti andmæla þessari túlkun, því Platon segir ekki greinilega að það sem við vitum sé að hið jafna sjálft sé jafnt. Kannski hefúr hann eitthvað annað í huga. Hann spyr aðeins hvort við vitum hvað hið jafna sjálft sé. En samhengið hefúr sýnt að þeir hafa viðurkennt að hið jafna sjálft sé jafnt. Sókrates hefúr fengið Simmías til að samsinna því og byijar strax að ræða umsögnina „er jafnt“ og hvernig hún sé notuð um skynhluti og frummyndir (7407-06). Þetta er því eðlileg túlkun á orðaskiptunum. En mestu máli skiptir að önnur túlkun kemur vart til greina,því hvað gætu þeir sagstvita um hvað hið jafna sé annað en að það sé jafnt? Aukin heldur er það einmitt þetta sem Platon telur sig vita: hið jafna sjálft er jafnt. Þess vegna heldur hann því hér fram að við vitum að hið jafna sjálft sé jafnt. Og síðan snýr hann sér strax að því að spyrja hvernig á þessu standi, að við vitum þetta (74^4). Takist honum að útskýra það hefúr hann útskýrt muninn á þekk- ingu á hinu jafna sjálfú og því sem hann hafði áður kallað þekkingu á skynhlutum (73C6-8).20 Þetta er tilgangur rökfærslunnar: að skýra muninn. Hér segir Platon ekkert um hvort við getum vitað að jafnir steinar og stokkar séu jafnir, heldur að- eins að við skynjum þá svo; tengsl þekkingar og skynhluta eru hér óljós.21 Næsta spurning varðar því upptök þessarar þekkingar á hinu jafna sjálfú (74^4-7): [Sókrates:] Hvaðan fáum við þekkinguna á því? Hlýtur þekkingin ekki að stafa af hlutunum sem við vorum að nefna? Þegar við sáum steina eða stokka eða einhverja aðra jafna hluti, varð okkur hugsað um þetta [hið jafna sjálft] útfrá þeim, þó að þetta [hið jafna sjálft] sé frábrugðið þeim? Þetta er ekki auðskilið. Sókrates spyr hvaðan við fáum „þekkinguna á því“. Hann hefúr þegar sagt að viðfangsefni þekkingarinnar er það sem hið jafna sjálft er, og hefúr í huga að það sé jafnt. Annað kemur vart til greina. Sókrates leggur nú tvennt til. Annars vegar segir hann að okkur verði hugsað til hins jafna sjálfs út frá skynhlutum; skynjun vekur þessa hugsun (sbr. 7308). Hins vegar segir hann að hið jafna sjálft (sem okkur varð hugsað til) sé frábrugðið skynhlutum. Seinna atriðið er nauðsynlegt fyrir hið fyrra; þannig er skilyrðið fyrir upprifjun uppfyllt. '9 Við þýðingu grísku sagnarinnar oida, það sem sá gerir sem býr yfir þekkingu {epistémé), er ýmist notast við vita eðapekkja. 20 I linum 65^11-66^9 hafði Sókrates sagt að það sem hlutur er í eðli sínu sé ekki viðfangsefhi skynj- unar heldur aðeins hugsunar. 21 1 Rikinu kemur greinilega fram að Platon telur ekki að við vitum (cða getum vitað) að jafnir skynhlutir séu jafnir, heldur aðeins að við skynjum þá sem jafna eða höfum þá skoðun að þeir séu jafnir. I Fœdoni orðar hann ekki þessa hugsun á skýran hátt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.