Hugur - 01.06.2008, Síða 75
Stokkar og steinar Platons
73
[Sókrates:] Og þekkjum við þetta líka, hvað þetta er?'9 - [Simmías:]
Öldungis.
Hér er átt við það að þeir þekki hið jafna sjálft, viti hvað það er. Eftir samhenginu
að dæma er líklegast að þeir hafi í huga það sem fallist hefur verið á, þ.e. að hið
jafna sjálft sé jafnt. Sókrates spyr hvort þeir í raun og veru viti að hið jafna sjálft
sé jafnt. Alltént er erfitt að sjá hvað annað þeir hafa í huga. Simmías svarar og
segir að þeir geri það.
Nú mætti andmæla þessari túlkun, því Platon segir ekki greinilega að það sem
við vitum sé að hið jafna sjálft sé jafnt. Kannski hefúr hann eitthvað annað í huga.
Hann spyr aðeins hvort við vitum hvað hið jafna sjálft sé. En samhengið hefúr
sýnt að þeir hafa viðurkennt að hið jafna sjálft sé jafnt. Sókrates hefúr fengið
Simmías til að samsinna því og byijar strax að ræða umsögnina „er jafnt“ og
hvernig hún sé notuð um skynhluti og frummyndir (7407-06). Þetta er því eðlileg
túlkun á orðaskiptunum. En mestu máli skiptir að önnur túlkun kemur vart til
greina,því hvað gætu þeir sagstvita um hvað hið jafna sé annað en að það sé jafnt?
Aukin heldur er það einmitt þetta sem Platon telur sig vita: hið jafna sjálft er
jafnt. Þess vegna heldur hann því hér fram að við vitum að hið jafna sjálft sé jafnt.
Og síðan snýr hann sér strax að því að spyrja hvernig á þessu standi, að við vitum
þetta (74^4). Takist honum að útskýra það hefúr hann útskýrt muninn á þekk-
ingu á hinu jafna sjálfú og því sem hann hafði áður kallað þekkingu á skynhlutum
(73C6-8).20 Þetta er tilgangur rökfærslunnar: að skýra muninn. Hér segir Platon
ekkert um hvort við getum vitað að jafnir steinar og stokkar séu jafnir, heldur að-
eins að við skynjum þá svo; tengsl þekkingar og skynhluta eru hér óljós.21 Næsta
spurning varðar því upptök þessarar þekkingar á hinu jafna sjálfú (74^4-7):
[Sókrates:] Hvaðan fáum við þekkinguna á því? Hlýtur þekkingin ekki
að stafa af hlutunum sem við vorum að nefna? Þegar við sáum steina eða
stokka eða einhverja aðra jafna hluti, varð okkur hugsað um þetta [hið
jafna sjálft] útfrá þeim, þó að þetta [hið jafna sjálft] sé frábrugðið þeim?
Þetta er ekki auðskilið. Sókrates spyr hvaðan við fáum „þekkinguna á því“. Hann
hefúr þegar sagt að viðfangsefni þekkingarinnar er það sem hið jafna sjálft er,
og hefúr í huga að það sé jafnt. Annað kemur vart til greina. Sókrates leggur nú
tvennt til. Annars vegar segir hann að okkur verði hugsað til hins jafna sjálfs út
frá skynhlutum; skynjun vekur þessa hugsun (sbr. 7308). Hins vegar segir hann
að hið jafna sjálft (sem okkur varð hugsað til) sé frábrugðið skynhlutum. Seinna
atriðið er nauðsynlegt fyrir hið fyrra; þannig er skilyrðið fyrir upprifjun uppfyllt.
'9 Við þýðingu grísku sagnarinnar oida, það sem sá gerir sem býr yfir þekkingu {epistémé), er ýmist
notast við vita eðapekkja.
20 I linum 65^11-66^9 hafði Sókrates sagt að það sem hlutur er í eðli sínu sé ekki viðfangsefhi skynj-
unar heldur aðeins hugsunar.
21 1 Rikinu kemur greinilega fram að Platon telur ekki að við vitum (cða getum vitað) að jafnir
skynhlutir séu jafnir, heldur aðeins að við skynjum þá sem jafna eða höfum þá skoðun að þeir séu
jafnir. I Fœdoni orðar hann ekki þessa hugsun á skýran hátt.