Hugur - 01.06.2008, Page 78

Hugur - 01.06.2008, Page 78
76 Svavar Hrafn Svavarsson ekki að ræða ágreining sýnda. Rökin fyrir öðrum túlkunarleiðum eru, af þessum sökum, að mestu leyti neikvæð. Athugum nú þessi rök. 4. Andmœli og svör Platon segir (7408-9) að hlutir „virðist einum jafnir en ekki öðrum“. I stað þess að merkja „virðist einum manni jafnir en ekki öðrum“ gætu orðin merkt „virðist jafnir miðað við einn hlut en ekki annan“.29 Veljum við fyrri leiðina eignum við Platoni afleit rök. Fyrstur til að halda þessu fram var N.R. Murphy; fyrri staðhæf- ingin „er tilgangslaus, því við gætum aðeins ályktað að einn hefði gert mistök, en annar ekki.“3° Þessi mótbára hefúr oft verið endurtekin, m.a. af Burnyeat, eins og sagði við upphaf greinarinnar.31 Ekkert þekkingarfræðilega mikilvægt fylgir því að sýndir stangast á. Vissulega býður grískan upp á lestur Murphys, en við það er Platoni eignuð afar undarleg skoðun, eins og almennt er viðurkennt. Athugum tvennt.32 Fyrst þetta: Samkvæmt þessari túlkun spyr Platon (-jpoj-f) hvort jafnir steinar og stokkar haldist samir en virðist stundum jafnir einum en ekki öðrum? Hvers vegna ættu skynjanlegir hlutir aðeins stundum að virðast jafnir eða ójafnir öðrum skynjanlegum hlutum? Virðast þeir ekki alltafyiímr eða ójafnir öðrum skynjan- legum hlutum? Hitt atriðið er þetta: Samkvæmt túlkun Murphys er greinar- munur skynjanlegra jafnra hluta og hins jafna sjálfs sá að skynjanlegir hlutir eru jafnir (eða ójafnir) öðrum skynjanlegum hlutum (en þó aðeins stundum), en hið jafna sjálft er ekki jafnt neinu, heldur bara jafnt. I ljósi andmæla sem þessara segir David Bostock: „Svo virðist sem túlkunin [Murphys] ... leiði til vitleysu. Eigi að síður held ég að túlkunin [Murphys] ... sé líklega sú rétta, og að kenning Platons sé í raun og veru mjög undarleg."33 Ef við fylgjum Murphy að málum, fáum við mjög undarleg rök í skiptum fyrir tilgangslaus. Dveljum ekki við þessa túlkun, því hún fær örugglega ekki staðist nema annað atriði sé fyrst túlkað á annan veg en ég gerði að ofan. Og hér berast spjótin að grískri málfræði og mikilvægi hennar fyrir túlkun á uppruna frummyndakenn- ingarinnar. Til að túlkun Murphys virki er nauðsynlegt að skilja grískt sagnorð öðruvísi en gert var að ofan. Þetta er sögnin fainespai, sem að ofan var þýdd sem virðast. Ef sögnin merkir einfaldlega að virðast vera, þá stenst túlkun Murphys ekki, eins og verjendur hans viðurkenna.34 Auk þess krefst túlkun Murphys þess 29 I raun eru fleiri möguleikar, en þcir eru langsóttir og ólíldegir; sjá Gallop (1975: 122), Bostock (1986: 74), Svavar Hrafn Svavarsson (2009). 30 Murpliy (1951: mni). 31 Frægastir eru Owen (1957: 103-n), Vlastos (1981 [1973/1965]: 58-75) og Burnyeat (1979: 69-111). Aðrir eru t.d. Bostock (1986: 73-78), Rowe (1993:169), Loriaux (1981 [1969]: 139-43) og Nehamas Ö999 [1975]: 188-90). Sjá einnig Gallop (1975:121-25) °g Mills (1957:128-47) °g (x958:4°_58)- 32 Sbr. umræðu Gallops (1975:122-23) °g Whites (1992: 200). 33 Bostock (1986: 75). Enn segir Irwin (1999:153) að þessi skilningur „might well appear a nonsensi- cal conception of an equal thing“. Owen ver túlkunina með tilvísun til gagnrýni Aristótelesar á Platon. Kirwan (1974:116-17) gagnrýnir hins vegar þessa túlkun harkalega. 34 Sjá t.d. Bostock (1986: 73-74).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.