Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 78
76
Svavar Hrafn Svavarsson
ekki að ræða ágreining sýnda. Rökin fyrir öðrum túlkunarleiðum eru, af þessum
sökum, að mestu leyti neikvæð. Athugum nú þessi rök.
4. Andmœli og svör
Platon segir (7408-9) að hlutir „virðist einum jafnir en ekki öðrum“. I stað þess
að merkja „virðist einum manni jafnir en ekki öðrum“ gætu orðin merkt „virðist
jafnir miðað við einn hlut en ekki annan“.29 Veljum við fyrri leiðina eignum við
Platoni afleit rök. Fyrstur til að halda þessu fram var N.R. Murphy; fyrri staðhæf-
ingin „er tilgangslaus, því við gætum aðeins ályktað að einn hefði gert mistök, en
annar ekki.“3° Þessi mótbára hefúr oft verið endurtekin, m.a. af Burnyeat, eins og
sagði við upphaf greinarinnar.31 Ekkert þekkingarfræðilega mikilvægt fylgir því
að sýndir stangast á. Vissulega býður grískan upp á lestur Murphys, en við það
er Platoni eignuð afar undarleg skoðun, eins og almennt er viðurkennt. Athugum
tvennt.32
Fyrst þetta: Samkvæmt þessari túlkun spyr Platon (-jpoj-f) hvort jafnir steinar
og stokkar haldist samir en virðist stundum jafnir einum en ekki öðrum? Hvers
vegna ættu skynjanlegir hlutir aðeins stundum að virðast jafnir eða ójafnir öðrum
skynjanlegum hlutum? Virðast þeir ekki alltafyiímr eða ójafnir öðrum skynjan-
legum hlutum? Hitt atriðið er þetta: Samkvæmt túlkun Murphys er greinar-
munur skynjanlegra jafnra hluta og hins jafna sjálfs sá að skynjanlegir hlutir eru
jafnir (eða ójafnir) öðrum skynjanlegum hlutum (en þó aðeins stundum), en hið
jafna sjálft er ekki jafnt neinu, heldur bara jafnt. I ljósi andmæla sem þessara segir
David Bostock: „Svo virðist sem túlkunin [Murphys] ... leiði til vitleysu. Eigi að
síður held ég að túlkunin [Murphys] ... sé líklega sú rétta, og að kenning Platons
sé í raun og veru mjög undarleg."33 Ef við fylgjum Murphy að málum, fáum við
mjög undarleg rök í skiptum fyrir tilgangslaus.
Dveljum ekki við þessa túlkun, því hún fær örugglega ekki staðist nema annað
atriði sé fyrst túlkað á annan veg en ég gerði að ofan. Og hér berast spjótin að
grískri málfræði og mikilvægi hennar fyrir túlkun á uppruna frummyndakenn-
ingarinnar. Til að túlkun Murphys virki er nauðsynlegt að skilja grískt sagnorð
öðruvísi en gert var að ofan. Þetta er sögnin fainespai, sem að ofan var þýdd sem
virðast. Ef sögnin merkir einfaldlega að virðast vera, þá stenst túlkun Murphys
ekki, eins og verjendur hans viðurkenna.34 Auk þess krefst túlkun Murphys þess
29 I raun eru fleiri möguleikar, en þcir eru langsóttir og ólíldegir; sjá Gallop (1975: 122), Bostock
(1986: 74), Svavar Hrafn Svavarsson (2009).
30 Murpliy (1951: mni).
31 Frægastir eru Owen (1957: 103-n), Vlastos (1981 [1973/1965]: 58-75) og Burnyeat (1979: 69-111).
Aðrir eru t.d. Bostock (1986: 73-78), Rowe (1993:169), Loriaux (1981 [1969]: 139-43) og Nehamas
Ö999 [1975]: 188-90). Sjá einnig Gallop (1975:121-25) °g Mills (1957:128-47) °g (x958:4°_58)-
32 Sbr. umræðu Gallops (1975:122-23) °g Whites (1992: 200).
33 Bostock (1986: 75). Enn segir Irwin (1999:153) að þessi skilningur „might well appear a nonsensi-
cal conception of an equal thing“. Owen ver túlkunina með tilvísun til gagnrýni Aristótelesar á
Platon. Kirwan (1974:116-17) gagnrýnir hins vegar þessa túlkun harkalega.
34 Sjá t.d. Bostock (1986: 73-74).