Hugur - 01.06.2008, Qupperneq 83
Stokkar og steinar Platons
81
... Því þessir hlutir eru líka tvíræðir og verða ekki skildir sem tvímæla-
laust verandi [Z7] eða ekki verandi [7*], né sem hvort tveggja [bæði F og
ekki-F] eða sem hvorugt [hvorki F né ekki-75].
Minnumst orða Sókratesar, að hið raunverulega sé þekkjanlegt, en hið óraunveru-
lega óþekkjanlegt. Ef eitthvað er ekki þekkjanlegt sem F, þá er það ekki raunveru-
lega F. Nú fréttum við að viðfang skoðunar sé ekki þekkjanlegt, því ómögulegt
er að skilja það sem óbrigðuUega F eða sem óbrigðullega ekki-E. Og við vitum
hvers vegna viðfang skoðunar er ekki þekkjanlegt: það virðist brigðullega vera F
og ekki-/\ Sókrates vill skýra vitsmunaleg tengsl okkar við hluti, og dregur síðan
ályktun um verufræðilega stöðu hluta. Yiðföng skoðunar eru þekkingarfræðilega
óáreiðanleg. Þessi óáreiðanleiki afhjúpar flöktandi veru viðfangsins, „sem reikar á
milh endimarkanna" (479^8-9). Þekkingarfræðileg fullkomnun frummyndanna
sýnir hins vegar að þær eru „ætíð samar við sig að öllu leyti“ (47967-8).
Þar með er ekki öll sagan sögð um frummyndir. Þeir kaflar sem rýnt var í að
ofan segja okkur ekki hvort Platon hafi talið frummyndir ekki aðeins óh'kar skyn-
hlutum heldur og aðskildar (en ekki til dæmis innifaldar í þeim). Þeir segja ekki
heldur í hvaða skilningi frummyndir eru orsakir skynhluta.41 Né heldur útskýra
þeir þau vandamál sem sjálfsegðin gat af sér. Einir og sér skýra þeir ekki ýmsar
fullyrðingar Platons um verufræðilega stöðu frummynda. Hins vegar skýra þeir
hvernig og hvers vegna hann færði rök fyrir því að frummyndir hlytu að vera
veruleikinn sjálfur.
Vera, virkileg vera, verður að uppfylla ákveðin skilyrði. Hún verður hvorki til
né ferst hún, breytist ekki eða veltur á tíma, aðstæðum eða sjónarhorni. Þetta
er sú sýn sem Platon gaf Díotímu í Samdrykkjunni. Það er erfitt að fullnægja
þessum skilyrðum sem Platon tók í arf frá Parmenídesi. En ástæða þeirra er ljós.
Þeir vildu negla niður viðfangsefni þekkingar. Hin verufræðilegu skilyrði verða til
vegna þekkingarfræðilegrar nauðsynjar.44
Heimildir
Austin, J. (1962), Sense and Sensibilia (Oxford: Oxford University Press).
Ayer, A.J. (1964 [1940]), Tke Foundations of Empirical Knowledge (Lundúnum: Mac-
millan).
Bostock, D. (1986), P/ato’s Phaedo (Oxford: Clarendon Press).
Burnett, J. (1911), P/ato's Phaedo (Oxford: Clarendon Press).
Burnyeat, M. (1979), „Conflicting Appearances", Proceedings of the British Academy 65,
69-111.
Eyjólfur Kjalar Emilsson (1991), „Inngangur", Ríkið eftir Platon (Reykjavík: Hið
íslenska bókmenntafélag).
41 Sjá Hankinson (1988: 84-98,102-120).
42 Olíkir kaflar þessarar greinar hafa verið fluttir sem fyrirlestrar við Háskóla Islands, háskólana í
Osló og Uppsölum, og á Menningarmiðstöð Grikklands í Delfl. Efni síðari hluta greinarinnar
eru gerð ítarlegri skil hjá Svavari Hrafni Svavarssyni (2009). Bestu þakkir til Eyjólfs Kjalars
Emilssonar, Davids Sedley og Gunnars Harðarsonar fyrir ábendingar og leiðréttingar.