Hugur - 01.06.2008, Page 88

Hugur - 01.06.2008, Page 88
86 Eyja Margrét Brynjarsdóttir ekki hnöttóttur þó að ég hafi ákveðið að búa til slíkan hlut, óski þess kannski að hluturinn væri hnöttóttur og haldi jafnvel (ranglega) að hluturinn sé hnöttóttur. Víkjum nú að villulausum ágreiningi. Ymsar leiðir hafa verið farnar til að gera grein fyrir ágreiningi en almennt er gert ráð að ágreiningsaðilar staðhæfi eitt- hvað ósamrýmanlegt eða trúi ósamrýmanlegum staðhæfingum.6 Hér er gert ráð fyrir slíkri skilgreiningu. Með ósamrýmanlegum staðhæfingum er átt við stað- hæfingar sem ekki geta báðar verið sannar á sama tíma, þ.e. staðhæfingar sem eru í mótsögn hvor við aðra. Samkvæmt því þá er um ágreining að ræða milli Gvendar og Guddu ef staðhæfing Gvendar, „þátturinn er fyndinn“, er ósamrým- anleg staðhæfingu Guddu, „þátturinn er ekki fyndinn". Ef staðhæfingarnar eru einhverra hluta vegna samrýmanlegar án þess að við áttum okkur á því þá er ekki um raunverulegan ágreining að ræða heldur eitthvað sem við getum kallað sýndarágreining.7 Hugmyndin um að villulaus ágreiningur hljóti að geta ríkt um það hvort hlutur hafi tiltekinn huglægan eiginleika til að bera hefur talsvert aðdráttarafl. Svo virð- ist sem Gvend og Guddu greini á um það hvort þátturinn sé fyndinn en jafnframt virðist það sennilegt að bæði hafi rétt fyrir sér, eða í það minnsta að mögulegt sé að bæði hafi rétt fyrir sér. Er það ekki bara undir smekk (í þessu tilfelli smekk fyrir kímni) hvors um sig komið hvort þátturinn er fyndinn eða ekki? En hugmyndin um villulausan ágreining er nokkuð vafasöm. Hvernig í ósköpunum eiga aðilar sem aðhyllast ósamrýmanlegar staðhæfingar báðir að geta haft rétt fyrir sér? Það krefst jú þess að ósamrýmanlegu staðhæfingarnar séu báðar sannar, sem er ekkert annað en þversögn. Ein leið sem farin hefur verið til að gera grein fyrir villulausum ágreiningi er að setja fram kenningar um að sannleikur eða staðreyndir um afmörkuð svið veru- leikans, eins og það sem við fellum undir smekksatriði, séu afstæð við aðstæður eða sjónarhorn. Aðrir hafa hafnað þessari leið og jafnframt hafnað því að villulaus ágreiningur sé mögulegur. En ef villulaus ágreiningur er ekki möguleikur kemur upp sú spurning hvort hlutir geti þá ekki haft huglæga eiginleika í þeim skilningi sem lýst var hér að ofan. Lagt var upp með það að Gudda og Gvendur hefðu bæði rétt fyrir sér og sú hugmynd að fyndni sé huglægur eiginleiki virðist byggja á því að það hvort skemmtiþátturinn sé fyndinn velti á því hvort Guddu eða Gvendi finnist hann fyndinn. Þýðir þetta að hlutir geti ekki haft huglæga eiginleika nema sannleikurinn geti verið afstæður á tilteknu sviði? I því sem hér fer á eftir mun ég færa rök fyrir því að huglægir eiginleikar hvíli ekki á möguleikanum á villulausum ágreiningi. En fyrst geri ég betur grein fyrir þeim kenningum sem þarna liggja að baki. 6 Sjá t.d. MacFarlane (2007), s. 22 og Kölbel (200^), s. 53-54. Hugmyndir um villulausan ágreining má einnig finna hjá Crispin Wriglit (2001). 7 Hér er fyndni notuð sem dæmi um huglægan eiginleika fyrst og fremst vegna þess að gjarnan er bent á hana sem dæmi um eitthvað sem er smekksatriði. I raun væri hægt að nota sem dæmi hvaða eiginleika sem er svo lengi sem fólki finnst sannfærandi að dómar um það hvort hlutir hafi hann til að bera séu smekksatriði. Satt að segja tel ég ekkert endanlega ljóst hvort fyndni er í raun huglæg með þeim hætti sem hér er lýst en ég ætla ekki nánar út í þá sálma hér.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.