Hugur - 01.06.2008, Page 93

Hugur - 01.06.2008, Page 93
Skilið á milli 9i Agreiningi hafnað Hér að ofan höfum við skoðað hvernig gera má grein fyrir ágreiningi milli Gvendar og Guddu um það hvort skemmtiþátturinn sé fyndinn. En er um raunverulegan ágreining að ræða? Ymsir hafa einmitt haldið því fram að í tilvikum sem þessu sé í besta falli um sýndarágreining að ræða. Það sem Gudda og Gvendur staðhæfa er þá eftir allt saman samrýmanlegt og þannig er ekkert vandamál að þau hafi bæði rétt fyrir sér. Ein þeirra kenninga sem kveða á um þetta er svokölluð samhengis- hyggja (e. contextualism eða indexical relativism) sem notið hefiir umtalsverðs fylgis undanfarin ár í þekkingarfræði og málspeki. I þekkingarfræðinni snýst hún fyrst og fremst um það að merking staðhæfingar á borð við „Stína veit að Palli er í bænum“ sé afstæð við þann sem setur fram staðhæfinguna og aðstæður hans. Samhengishyggjan er því í grunninn málspekileg kenning og það er sá þáttur hennar sem skoðaður verður hér. Samkvæmt samhengishyggju er merking þess sem sagt er þegar eiginleiki á borð við fyndni er eignaður einhverjum hlut alltaf bundin aðstæðum þess sem talar og því samhengi sem hann talar í. Vissulega fela flestar kenningar um merk- ingu það í sér að hún sé á einhvern hátt bundin aðstæðum en samkvæmt sam- hengishyggjunni er merkingin enn tengdari aðstæðum en aðrar kenningar gera ráð fyrir. Samhengishyggja kveður á um að þegar Gvendur segir „þátturinn er fyndinn" merki það í raun „þátturinn er fyndinn-fyrir-Gvend“ og að staðhæf- ing Guddu merki „þátturinn er ekki fyndinn-fyrir-Guddu". Staðhæfingar þeirra tveggja eru því samrýmanlegar, þátturinn getur vel haft eiginleikann fyndinn- fyrir-Gvend án þess að hafa eiginleikannfyndinn-fyrir-Guddu þar sem þar er um tvo mismunandi eiginleika að ræða. Þarna er ekki um ágreining að ræða frekar en þegar Gvendur segir „Ég heiti Gvendur" og Gudda segir „Ég heiti ekki Gvend- ur“. Það er ekkert ósamrýmanlegt við staðhæfingarnar sem Gvendur og Gudda setja fram.12 Það sem samhengishyggjan telur afstætt er sem sagt merking þess sem sagt er en ekki sannleikurinn eða staðreyndirnar. Notkunarsamhengi Kaplans kem- ur þarna líka við sögu. Það þarf reyndar ekki samhengishyggju til að líta svo á að merking þess sem sagt er ákvarðist af notkunarsamhenginu; það er nokkuð útbreidd skoðun meðal málspekinga og hefúr verið um skeið. Samkvæmt sam- hengishyggjunni hefúr notkunarsamhengið þó róttækari áhrif á merkinguna en hin hefðbundnari mynd kveður á um. Merking setningar á borð við „x er fyndið" ákvarðast alltaf í samhengi við þann sem talar á svipaðan hátt og merking setn- ingarinnar „ég er hér“ ákvarðast alltaf í samhengi við þann sem talar og staðsetn- ingu hans. Þegar Gvendur segir „Eg heiti Gvendur" er tilvísun orðsins ég hann sjálfúr en þegar Gudda segir „Ég heiti Gvendur" er tilvísun orðsins ég önnur, eða Gudda. Þar af leiðandi er merkingin mismunandi eftir því hver talar og „Eg heiti Gvendur" úr munni Gvendar er ekki sama staðhæfingin og „Eg heiti Gvendur" úr >2 Dæmi um samhengishyggju af þessari gerð má finna hjá Cohen (2005), DeRose (2004; 2005) og Glanzberg (2007). Hana má m.a. rekja til hugmynda Davids Lewis í greininni „Scorekeeping in a Language Game“ (1979).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.