Hugur - 01.06.2008, Side 106
104
Olafur PállJðnsson
óendanleg illvirki vegna þess að það sem hann gerði, það gerði hann ekki af sér-
stökum ástæðum heldur af vanmætti til að skoða hvaða ástæður sem var. Þetta
þýddi að hann var fær um að fremja illvirki af hvaða ástæðu sem var og því átti
geta hans til illra verka sér engin takmörk.
Það er gegn svona böli sem hugsunin sem slík kann að brynja okkur, böli sem
stafar ekki af illu innræti heldur af getuleysi til að hugsa. Og það er á þennan hátt
sem gagnrýnin hugsun - eða það að vera gagnrýnin manneskja — ver okkur gegn
því að reisa illskunni minnisvarða á borð við útrýmingarbúðir nasista. I okkar
daglega amstri þar sem við verðum stöðugt fyrir áreiti af umhverfinu og þar sem
umhverfið kallar á að við gerum eitthvað - kallar á athafnir frekar en íhugun -
þar kemur vindur hugsunarinnar sér vel. Hann fær okkur til að staldra við, taka
okkur frí frá síbyljunni og eiga samræðu við okkur sjálf. Arendt orðar þetta með
eftirfarandi hætti:
Það sem vindur hugsunarinnar skilur eftir sig er ekki þekking; það er
hæfileikinn til að greina rétt frá röngu, fagurt frá ljótu. Og þetta get-
ur vissulega komið í veg fyrir hörmungar, að minnsta kosti hjá sjálfri
mér ...9
Hér birtist ákveðin mynd af hinni gagnrýnu manneskju. Að vera gagnrýninn er
ekki það sama og að búa yfir þekkingu, og það að leita þekkingar er ekki endilega
það sama og að vera gagnrýnin manneskja. Hugsuðurinn hans Rodins á að ýmsu
leyti vel við hér, því hann hefúr sest niður til að íhuga málið - hann hefur leyft
vindi hugsunarinnar að blása. Það sem ég hef verið að beina sjónum að, með hjálp
Hönnuh Arendt, varðar það hvort hugsuðurinn standi aftur upp og hvað hann
taki sér þá fyrir hendur.
Þessar hugmyndir Hönnuh Arendt um eðli hugsunarinnar bera með sér endur-
óm af grískum hugmyndum um skynsemi og þekkingu. I vísindum Grikkja voru
spurningar um verðmæti eiginlegur hluti vísindanna. Skynsamleg rannsókn á
náttúrunni innihélt rannsókn á því hvað væri gott eða farsælt fyrir mannlegt h'f.
Þetta var svo vegna þess að sjálft skynsemishugtakið var gildishlaðið. I nútíman-
um virðist hinsvegar viðtekið að skynsemi snúist fyrst og fremst um að leita hag-
kvæmra leiða að gefnu marki. Hér er skynsemin tæknileg - skynsemishugtakið
er tæknilegt hagfræðilegt hugtak. Viðfangsefni skynseminnar er val á leiðum að
settu marki en ekki val á sjálfú markmiðinu.10
Þetta tæknilega skynsemishugtak er fyrirferðarmikið í vestrænum vísindum ekki
síður en í vestrænni hugsun almennt. Það birtist e.t.v. skýrast í þeirri raunhyggju
sem reið húsum í rökgreiningarheimspeki á fyrri hluta 20. aldar. Þar var gildis-
dómum vísað frá sem merkingarleysum og hludeysi talið ein af helstu dygðum
vísindanna. Og þótt hugmyndin um hlutleysi vísindanna sé nú löngu fyrir borð
9 Hannah Arendt, „Thinking and moral considerations", bls. 189.
10 Max Weber gerir viðlíka greinarmun á Wertrationalitát og Zweckrationalitát - kenning hans var
einmitt sú að rökvís kapítalismi vaeri í þann veginn að smætta skynsemishugtakið í hið síðara. (Ég
þakka Geir Sigurðssyni fyrir þessa ábendingu.)