Hugur - 01.06.2008, Page 121
Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar 119
skynsemi og hins náttúrulega viðhorfs - þvert á móti eru þau einmitt hið eilífa
viðfangsefni heimspekinnar - heldur er um það að ræða að vegna þess að gengið
er út frá þessum sannindum sem forsendum allrar hugsunar „segja þau sig sjálf'
og til þess að vekja þau upp og leiða þau í ljós verðum við að losna úr viðjum þeirra
stundarkorn. Eugen Rnk, aðstoðarmaður Husserls, hefur án efa komist manna
best að orði um afturfærsluna er hann talaði um „undrunina" andspænis heim-
inum.6 Yfirvegunin felst ekki í því að draga sig út úr heiminum og inn í einingu
vitundarinnar sem þá er skilin sem grundvöllur heimsins, heldur í því að stíga til
baka í því skyni að sjá afbrigði hins forskilvitlega blossa upp. Yfirvegunin slakar
á þráðum ætlandinnar sem tengja okkur við heiminn í þeim tilgangi að leiða þá
í ljós. Yfirvegunin ein er vitund um heiminn af því að hún afhjúpar hann sem
framandi og mótsagnakenndan. Hið forskilvidega hjá Husserl er ekki það sama
og hjá Kant, og Husserl sakar kantíska heimspeki um að vera „veraldleg" heim-
speki af því að hún notfærir sér samband okkar við heiminn, sem er hreyfiaflið
í hinni forskilvitlegu afleiðslu, og kemur heiminum fyrir innan sjálfsverunnar,
í stað þess að undrast andspænis sambandi okkar við heiminn og líta þannig á
sjálfsveruna að hún beinist út fyrir sjálfa sig á vit heimsins. Allur sá misskilningur
sem átti sér stað í viðskiptum Husserls við túlkendur sína, við „andófsmenn“ úr
röðum tilvistarsinna og að lokum við sjálfan sig sprettur af því að til þess að sjá
heiminn og ná tökum á honum sem þverstæðu verðum við að láta af því að vera
heimavön í honum, og að af þessu uppátæki getum við ekkert lært annað en það
að heimurinn sprettur fram að ástæðulausu. Helsti lærdómurinn sem draga má af
afturfærslunni er sá að fullkomin afturfærsla er ómöguleg. Þar er komin ástæða
þess að Husserl tekst sífellt að nýju á við spurninguna um það hvort afturfærslan
sé möguleg. Værum við hinn algjöri andi væri afturfærslan engum vandkvæðum
bundin. En úr því að við erum þvert á móti í heiminum, og úr því að meira að
segja yfirveganir okkar eiga sér stað í flæði tímans sem þær reyna að ná tökum á
(af því að þær sicb einströmen, smeygja sér inn í strauminn, eins og Husserl segir),
fyrirfinnst engin hugsun sem spannar afla okkar hugsun. Heimspekingurinn er
eilífur byrjandi, segir einnig í hinum óútgefnu ritum Husserls. Þetta merkir að
hann gengur ekki að neinu því vísu sem mennirnir eða vísindin telja sig vita. Þetta
merkir einnig að heimspekin getur heldur ekki gengið að sjálfri sér vísri í þeim
sannindum sem henni hefur tekist að halda fram, að hún verður ætíð endurnýjuð
atrenna að þessari byrjun, að hún er í heild sinni lýsing á þessari byrjun og að
lokum að róttæk yfirvegun er vitund um að vera háður óyfirveguðu lífi sem er
upprunaleg, varanleg og endanleg staðsetning hennar. Þess vegna skjátlast þeim
hrapallega sem hafa fltið svo á að fyrirbærafræðileg afturfærsla sé ávísun á hug-
hyggjuheimspeki - öllu heldur vísar hún á tilvistarheimspekina: „In-der- Welt-
Sein“ (,,vera-í-heiminum“) hjá Heidegger birtist einvörðungu á grunni hinnar
fyrirbærafræðilegu afturfærslu.
*
6 Eugen Fink, Diephánomenologische Philosophie EdmundHusserls in dergegenwáríigen Kritik, s. 331
o.áfr.