Hugur - 01.06.2008, Blaðsíða 130
128
Jóhann Björnsson
I. Heimspeki sem valgrein nemenda í p. og io. bekk
Hver hópur sem er í heimspekivali 9. og 10. bekkjar sækir tíma í 80 mínútur á
viku í eina önn. I fyrstu var um tiltölulega fámenna hópa að ræða en þessi valgrein
hefur orðið æ vinsælli og undanfarin tvö ár hafa um 50-60 nemendur sótt þessa
tíma í tveimur hópum á hverju skólaári.
AJIir eru velkomnir í heimspeki svo lengi sem húsrúm leyfir. Það segir sig sjálft
að eiginlegar heimspekilegar samræður eiga sér ekki stað í svo stórum hópi að
neinu gagni. Hinsvegar er ekki þar með sagt að tímarnir séu ekki góðir sem við
eigum með heimspekinni. Heimspekin býður upp á svo marga möguleika aðra
en beinar heimspekilegar rökræður. Vissulega eigum við þó stundum til með að
taka góða spretti í skoðanaskiptum þrátt fyrir fjölda þátttakenda. Er það fyrst og
fremst vegna þess að um valgrein er að ræða og agavandamál því afskaplega fátíð.
Þeir sem velja greinina gera það vegna þess að áhugi er fyrir hendi.
Eftir að nemendafjöldinn jókst hef ég litið svo á að kennslustundirnar eigi að
vera lifandi vettvangur þar sem varpað er fram fróðleik og pælingum um heim-
speki í sinni víðustu merkingu. Fjallað er um heimspekisöguna, persónur heim-
spekinnar og ýmis heimspekileg viðfangsefni rædd, auk tenginga við hversdags-
legt líf nemenda og almennings. Þetta er fyrst og fremst vettvangur til þess að
velta vöngum, upplifa, njóta, fræðast, skiptast á skoðunum og gera heimspekilegar
tilraunir í þægilegu andrúmslofti.
Efnistök heimspekistundanna taka að nokkru leyti mið af nemendahópnum
hverju sinni. Það eru þó ákveðin atriði sem ég tek ávallt fyrir og ég tel mikilvægt
að nemendur kynnist. Þessi atriði eru:
• Hvað er heimspeki?
• Gagnrýnin hugsun og heimspekilegar rökræður
• Upphaf heimspekinnar og valin atriði úr sögu heimspekinnar, einkum þó
úr forngrískri heimspeki, s.s. Sókrates, Platon, Aristóteles og heimspeki
þeirra auk epíkúrisma og stóuspeki.
Eftir að hafa fjallað um þessi grunnatriði heimspekinnar er hafist handa við að
takast heimspekilega á við einstök viðfangsefni. Ég hef skipulagt rúmlega tuttugu
kennslustundir en á hverri önn eru kenndar um sautján áttatíu mínútna kennslu-
stundir. Ég hef því möguleika á að velja úr og nemendum sem vilja koma aftur í
heimspeki síðar gefst kostur á því án þess að þeir séu að fást aftur við nákvæmlega
sömu viðfangsefnin.
Þau viðfangsefni sem ég vel úr til þess að fást við í kennslustundum eru:1
• Inngangur að heimspeki. Hvað er heimspeki? Er eitthvert gagn að heim-
speki?
• Or sögu heimspekinnar. Valið efni úr forngrískri heimspeki.
i Með tímanum hefur mér tekist að finna út hvar almcnn áhugasvið nemenda liggja og eru þessi
viðfangsefni valin með tilliti til þess. Þau umíjöllunarefni sem falla nemendum síður í geð legg ég
til hliðar eða endurskoða þar til ég næ að vekja athygli og finn fyrir áhuga þeirra.