Hugur - 01.06.2008, Page 133
Að spilla æskunni
131
sem svo að þeir koma í heimspekina þar sem þeir óska eftir tímabundnu athvarfi
frá „illsku" skólalífsins.
Sú reynsla sem ég hef öðlast með heimspekitímunum hefúr sannfært mig enn
frekar um að í skólum sé hægt að læra og þroskast án þess að allt sé mælt og án
þess að allt sé njörvað niður í streð, stress og „heimavinnuþrældóm“. Ohætt er að
fúllyrða að yfirmarkmiðið í þessum tímum sé það að í þcim ríki hamingjan ein.
II. „Viltu hœttapessupvaðri ogsegja okkur hvertsvarið erf“
Heimspeki með nemendum í 8. bekk
Skólaárið 2007-2008 sóttu allir nemendur í 8. bekk tíma í heimspeki. Um var að
ræða 40 mínútna kennslustundir á viku í eina önn í 13-15 manna hópum. Heim-
spekileg samræða er fyrst og fremst viðfangsefni heimspekinnar í 8. bekk þar sem
gagnrýnin, frjó og skapandi hugsun er lykilatriði.
I kennslustundum hafa ýmsar heimspekilegar spurningar verið teknar fyrir,
m.a. hafa nemendur fengið að spreyta sig á spurningum sem borist hafa vísinda-
vef Háskóla Islands. Einnig hafa nemendurnir samið sínar eigin heimspekilegu
spurningar sem teknar hafa verið til umræðu. Eftirfarandi spurningar eru dæmi
um afrakstur nemenda:
Er það siðferðilega rétt að láta barn heita Satan? Má heita öllum mán-
aðarnöfnunum? Hvað er húmor? Af hverju hatar maður mann?Af hverju
kallast epli epli en ekki appelsína og af hverju kallast olnbogi ekki ban-
ani? Af hverju dettur mér ekkert í hug þegar mér á að detta eitthvað í
hug? Af hverju hlakkar maður til? Af hverju verður maður hræddur? Af
hverju eru boðorðin 10 tekin svona alvarlega? Guð fýrirgefúr manni hvort
sem er alltaf. Er hægt að vita ekki neitt? Ef maður sker enda af brauði
er það þá endalaust? Hvernig getur eitthvað verið endalaust? Hvernig
veit maður að ljósið í ísskápnum slokknar þegar maður lokar ísskápnum?
Hvernig væri ef enginn hefði nokkurn tíma fúndið upp gjaldmiðil og
ekki væri borgað fyrir neitt? Hver verpti fyrsta egginu? Hvað var mað-
urinn að hugsa sem fann upp klósettið? Af hverju gengur fólk í fotum
jafnvel þótt mjög heitt sé í veðri?
Fjöldamörg önnur mál hafa verið rökrædd, s.s. hvort rangt sé að borða ketti,
hvort draugar séu til, hvað má finna heimspekilegt í ýmsum teiknimyndasögum,
í hverju fegurðin felist, hvernig maður fer að þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir
og hvernig færi ef maður óskaði eftir því að kaupa endalaust brauð í bakaríi svo
aðeins örfá dæmi séu nefnd.
Viðbrögð nemendanna í þessum kennslustundum, þar sem allir eru að kynn-
ast heimspeki í fyrsta sinn, eru sambærileg í öllum hópum og má skipta þeim í
grundvallaratriðum í þrennt:
I fyrsta lagi eru það áhugasömu nemendurnir sem eru greinilega að upplifa