Hugur - 01.06.2008, Page 143

Hugur - 01.06.2008, Page 143
Valsað um valdið 141 Þegar Sókrates boðaði lærisveinum sínum (því engar voru þar meyjarnar, eftir því sem næst verður komist) að þekkja sjálfan sig - þá átti hann við þetta: að hver og einn reyndi, í félagi við aðra, að leita svars við spurningunni „hvað er mann- eskjan?“. Veltum örh'tið fyrir okkur því sem hér er í húfi. I hverju er sérstaða mannskepnunnar fólgin? Hvað greinir manninn frá dýrunum? Hér er enn komin spurning sem svara má á marga vegu, og svörin skortir ekki í aldanna rás - en þó má segja að öll þessi svör loði saman og myndi kjarna sem þau hverfast um. Mað- urinn á sér tungumál, hann býr yfir einhverju sem kalla má (rök)hugsun, hann er fær um að hefja sig yfir stund og stað og leiða hugann að hinu og þessu; hann kann að (láta sig) dreyma, hann getur gert sér í hugarlund annað og meira en það sem er, hér og nú, það sem við blasir og h'tur út fyrir að vera annað hvort óbreyt- anlegt og eihft eða fuUkomlega breytilegt og á hverfanda hveli (en þó handan áhrifasviðs mannsins sjálfs); maðurinn er fær um að smíða sér tól og tæki, hann er fær um að breyta umhverfi sínu eða, með orðalagi Páls Skúlasonar, hann er fær um að umhverfa náttúrunni? A þennan hátt er maðurinn andans vera í þeim skilningi sem þýski heimspekingurinn G.W.F. Hegel lagði í hugtakið um andann. I þessu felst jafnframt að maðurinn er í eðli sínu skapandi í tilteknum skilningi sem einn- ig mætti kenna við frægasta lærisvein Hegels, Karl Marx: maðurinn er maður, en ekki dýr, í krafti þess að hann er fær um að stunda frjálsa, skapandi vinnu.4 Hann hefur djúpstæða þörf fyrir að taka það sem fyrir Hggur, umbreyta því eða auka við það - vinna úr því á skapandi hátt og setja þannig mark sitt á þann hlutlæga, ytri veruleika sem honum hefur verið komið fýrir í. Tökum eftir því að í þessari hugmynd um sköpunareðli mannsins felst að mann- inum hður vel þegar hann fær frjálsa og óhindraða útrás fýrir sköpunarþörfina. Sé hann á hinn bóginn knúinn til að bæla sköpunarþörfina niður eða beina henni í aðra átt en hann sjálfur kýs — sé hann með öðrum orðum knúinn til að svíkja eigin eðhshvöt — þá fyllist hann vansæld og óhamingju, og raunar kemur að því fyrr eða síðar að upp úr sýður. Eg get ekki stillt mig um að nefna að hér er raunar kominn kjarninn í hugmynd Marx um byltinguna: þegar nógu mikil vansæld hefur safn- ast upp, þegar fjöldi þeirra sem verða að eyða dögum sfnum í eitthvað annað en frjálsa sköpun verður of mikill, þá hlýtur að fara svo - og það er í þessum skilningi sem Marx taldi kenningu sína vera „vísindi“ - að þjóðskipulagið steypist um koll og allt annað skipulag tekur við.5 Eins og frægt er orðið var Marx ómyrkur í máh í gagnrýni sinni á ríkjandi þjóðskipulag: í þjóðfélagi þar sem fólk neyðist til að selja bætir hann við fjórðu spurningunni, spurningunni um manninn, og segir hinar spurningarnar þijár heyra undir liana. Sjá Immanuel Kant, Schriften zur Metaphysik und Logik. Werke in sechs Bánden, 3. bindi (Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft 1958), s. 447-448. 3 Sjá Páll Skúlason, Umhverfing: Um siðfræði umhverfis og ndttúru (Reykjavík: Háskólaútgáfan 1998). 4 Sjá t.d. Karl Marx, „Okonomisch-plnlosophische Manuskripte aus dem Jahre 1844“, http://www. mlwerke.de/me/me40/me40_510.htm: „[...] die freie bewufite Tátigkeit ist der Gattungscharak- ter des Menschen". 5 Með fræðilegra - og þar með marxískara - orðalagi er hér átt við það ástand þegar framleiðslu- afstæður verða framleiðsluöflunum þvílíkur fjötur um fót að eitthvað verður undan að láta. Sbr. t.d. Karl Marx, „Drög að gagnrýni á þjóðhagfræði: Formáli", Hjalti Kristgeirsson þýddi, í Karl Marx og Friedrich Engels, Urvalsrit í tveimur bindum, 1. bindi, s. 238-243, hér s. 240.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue: 1. tölublað (01.06.2008)
https://timarit.is/issue/356943

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

1. tölublað (01.06.2008)

Actions: