Hugur - 01.06.2008, Side 153
Valsað um valdið
151
þessari spurningu á annan hátt en þennan: ef marka má Hegel og Lacan, og ýmsa
aðra að auki, þá getur vel verið að æxlunin sé náttúruleg - en jafnframt er deginum
ljósara að ekkert er mannlegra en að flækja kynhvötina, þessa blindu frumhvöt
sem við eigum sameiginlega með dýrunum, leiða af henni margbrotnar og marg-
víslegar langanir og iðkanir sem fela einmitt í sér meðvitund um — og bregða á
leik með - „dýrsleikann" og „bjálfaháttinn" í hinum „endurteknu tilþriíum" „nátt-
úrulegra" kynh'fsathafna.35
Með öðrum orðum: (dýra)tegundin sem við köllum homo sapiens viðheldur
sér ekki mótþróa- eða hugsunarlaust í hinum mannlega einstaklingi - og það
sem gerir einstaklinginn að mannlegum einstaklingi eða sjálfsveru er einmittpessi
mótprói. Viðspyrnan gegn hinni blindu kynhneigð er semsé það sem einkennir
manninn sem tegund - vitundin um tegundareðlið, afheitunin á þeirri meintu
bláberu staðreynd að einstaklingurinn sé ekkert annað og meira en hlekkur í
kynslóðakeðjunni, ekkert annað en tímabundið burðardýr þess „ódauða h'fs“ sem
varðveitist í tegundinni - og Freud nefndi dauðahvötina?b Þetta verður að vera
alveg á hreinu: dauðahvötin býr í okkur, en hún er ekki fortakslaust „dauðinn í
okkur“, einhvers konar hönd dauðans sem tælir okkur sífellt til sín, heldur er hún
einmitt Lífið sjálft með stóru L-i, Lífið sem varð til í polli í árdaga, hefur lifað
lengur en allar dýrategundir og mun halda áfram eftir okkar dag. Lífið sem lifir
af þótt einstaklingar farist og tegundir týnist - Lifið sem lifir okkur. Hefðbundið
æxlunarmiðað kynlíf þjónarpessu Lífi, fyrst og fremst.
Eitt að lokum: Lacan heldur því margítrekað fram í verkum sínum að „það sé
ekki til neitt kynferðislegt samband", eða, með öðrum orðum, réttnefnt, hreint,
fúllkomið kynferðislegt samband tveggja einstaklinga, sem væri hið eina sanna
Samband með stóru essi, er ekki til.37 Hvers vegna ekki? Vegna þess að við erum
öh ein og stök, og langanir okkar eru ætíð blandaðar löngunum annarra. Þetta
getur virst dapurleg hugmynd. Eða hvað? Felur hún ekki líka í sér ákveðna frels-
un? I henni býr, til dæmis, sú staðreynd að við verðum öll, hvert og eitt eða raunar
oftast tvö og tvö, að finna kynferðissambandið upp. Við verðum að búa til okkar
eigið tilbrigði, okkar eigið einstaka tilbrigði af sambandinu. Því að hin algilda
forskrift er ekki til, tæknin (sem lífvaldið innprentar okkur) dugar skammt þegar
á hólminn er komið. Þannig opnar Lacan dyrnar, þrátt fyrir allt, fyrir mögu-
leikanum á því að vera trúr eigin þrá, á einhvern mótsagnakenndan hátt, einmitt
vegna þess að þessi þrá er einstök. A þennan hátt getum við ef til vill valsað í
kringum valdið og ruglað það eihtið í ríminu - verið hinsegin andspænis valdinu
þegar það leitast við að steypa okkur öll í sama mót.
35 Hér má skjóta inn litlu dæmi um það sem kalla má afliyggingu Nietzsches á náttúrunni í Hand-
an góðs og illsr. „Þið viljið lifa „samkvæmt náttúrunni"? O, þið göfiigu stóumenn, hvílík sviksemi
orðanna! Hugsið ykkur veru eins og náttúruna sem sólundar takmarkalaust og af fúllkomnu kæru-
leysi, tilgangslaus og tillitslaus, án miskunnar og réttlætis, frjósöm, geld og óviss í senn. Hugsið
ykkur skeytingarleysið sjálft sem vald - hvernig gætuð þið lifað samkvæmt þessu skeytingarleysi?
Að lifa - er það ekki einmitt að vilja vera annað en þessi náttúra?“ (Friedricli Nietzsche, Handan
góðs og i//s, Þröstur Ásmundsson og Arthúr Björgvin Bollason þýddu (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag 1994), s. 90).
36 Sjá Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins".
37 Sbr. t.d. Éizek, Óraplágan, s. 52-53,173-174,193—195,341-342.